Förum á sýningu á Brúðgumanum. Þið þekkið ferlið: Sýningin kemur í stað bíósýningar og til þess að fá mætingu skilið þið bíómiða til mín, hvort sem þið komið á þessa sýningu eða einhverja aðra. Auðvitað er æskilegast að sem flestir mæti á þessa sýningu.
Mánudagur kl. 8.10-9.35
Höldum áfram að spjalla um handrit. Story eftir McKee er enn helsta heimildin.
Munið eftir heimavinnunni: Lesa handrit að góðri mynd og horfa á myndina í 10 bls. bútum. Hvað má læra af því?
Handrit getið þið nálgast á www.movie-page.com/movie_scripts.htm, imsdb, simplyscripts.com og nokkrum síðum til viðbótar. Ég er að hugsa um að líta á 25th Hour eftir David Benioff (í leikstjórn Spike Lee).
Miðvikudagur kl. 8.10-9.35
Ég er ekki búinn að fá staðfestingu, en þangað til annað kemur í ljós þá reiknum við með komu hans. Ég vil að þið séuð tilbúnir með spurningar (2-3 á mann), og að þið séuð búnir að blogga um myndina fyrir tímann.
Update:
Svo virðist sem Baltasar sé í London fram í febrúar. Hann tók þó vel í það að koma í tíma þegar hann kemur aftur til landsins. Við verðum bara að bíða. Brúðguminn er samt áfram mynd vikunnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli