Við skoðum a.m.k. eitt reel úr Rope, mynd þar sem eiginlega er ekkert klippt, og La Jetée, mynd sem byggir nær einvörðungu á klippingu.
Mánudagur 16.10-18.00
Höldum áfram með sama þema. Mér dettur helst í hug að sýna Sångar från andra våningen, þar sem lítið sem ekkert er klippt; Happy End sem er bókstaflega öll afturábak; eða Themroc, þar sem ekkert er talað. Vafalítið koma einhverjar fleiri til greina. Einhverjar tillögur?



Miðvikudagur 8.30/8.55-9.35
Ég er búinn að vera að trassa það að reyna að ná í Baltasar Kormák. Nú er það í vinnslu, en ég hef enn ekkert heyrt í honum. Ef hann kemur, þá verður mæting kl. 8.30, annars 8.55. Og þið munið að þið eigið að vera tilbúnir með spurningar.
5 ummæli:
Ég vil hér með biðjast afsökunar fyrir hönd Ólympíuliðsins, að við höfum ekki mætt í bíótímann í dag. Við þurftum að ná dagsljósinu í tökum.
Vá hvað þessi mynd var mikil snilld. Kom ekkert smá mikið á óvart. Bravó!
Hvenær er mæting á morgun? 8:30 eða 8:55?
Skil vel að Ólympíuliðið hafi viljað nýta tímann í upptökur. Þið getið nálgast Happy End hjá mér við tækifæri.
Geggjað, af því sem ég hef heyrt var þetta algjör snilld
Skrifa ummæli