fimmtudagur, 27. nóvember 2008

Handritamappan

Skilafrestur á handritamöppunni er næstkomandi miðvikudag.
Til þess að fá 10 eigið þið að vera búin með eftirfarandi verkefni og æfingar:
Æfingar 3, 5, 7, 8, 10 og 11.
Verkefni 9-11 og 13-15. Þó með þeirri breytingu að verkefni 15 má vera byggt á útlínu þjóðsögunnar (verkefni 11) eða hinni útlínunni (verkefni 14).

sunnudagur, 23. nóvember 2008

Dagskrá 14. og 15. viku, 24. nóv-5.des

Mánudagur 24. nóv, 8.10-9.35
Handrit, frh. kaflar 5 og 6.
Fyrir þennan tíma eigið þið að vera búin að búa til útlínu að stuttmynd sem er byggð á íslenskri þjóðsögu.

Miðvikudagur 26. nóv, 8.10-9.35
Handrit, frh.
Kafli 6 og "Who?" og "The Art of Weaving" aftar í heftinu (bls. 86-96).
Fyrir þennan tíma eigið þið að vera búin að gera útlínu að handriti (um vandræðalega hlutinn) og byrjuð á fyrsta uppkastinu.

Föstudagur 28. nóv, 8.10-9.35
A Personal Journey Through American Film With Martin Scorsese. 1. hluti.

Miðvikudagur 3. des, 8.10-9.35
A Personal Journey Through American Film With Martin Scorsese. 2. hluti.
Skiladagur handritamöppu.

Föstudagur 5. des, 8.10-9.35
A Personal Journey Through American Film With Martin Scorsese. 3. hluti.

Skiladagur bloggs fyrir haustönn. Eftir þennan dag þurfið þið að vera komin með 100 stig á önninni til þess að fá 10 fyrir önnina. Annareinkunnin gildir 50/50 á móti mánaðareinkunnunum, þ.a. þið getið lagfært einkunnir ykkar talsvert með átaki hér, ef þið hafið ekki sinnt skrifunum jafnt og þétt.

sunnudagur, 16. nóvember 2008

Dagskrá 13. viku, 17.-21. nóv

Mánudagur 8.10-9.35
Handrit frh.
Förum u.þ.b. í kafla 3-4 í Writing the Short Film.

HEIMAVINNA:
Lesa handrit og horfa á mynd.
1. Veljið ykkur mynd og finnið handritið að henni á netinu.
2. Lesið fyrstu 10 blaðsíðurnar í handritinu.
3. Horfið á samsvarandi hluta myndarinnar (u.þ.b. 10 mín.).
4. Lesið næstu 10 bls. og horfið á næstu 10 mín., og svo koll af kolli út myndina.
5. Skrifið blogg-færslu um þetta: Teljið þið ykkur skilja handritaskrif betur? Lærðuð þið eitthvað af þessu? Kom eitthvað á óvart?

Miðvikudagur 8.10-9.35
Handrit frh.
Förum u.þ.b. í kafla 5-6 í Writing the Short Film.

Föstudagur 14.55-16.15
Horfum á Chinatown eða þrjár stuttmyndir sem eru teknar sem dæmi í bókinni (sjá kosningu):
Two Men and a Wardrobe eftir Roman Polanski
Le Ballon Rouge eftir Albert Lamorisse
Incident at Owl Creek eftir Robert Enrico.

laugardagur, 8. nóvember 2008

Dagskrá 12. viku, 10.-14. nóv

Mánudagur 8.10-9.35
Handritagerð. Lesið fyrstu tvo kaflana í handritahlutanum fyrir þennan tíma.

Miðvikudagur eða föstudagur 8.55-9.35 (sjá kosningu)
Handritagerð frh. Lesið næsta kafla í handritahlutanum.

Á miðvikudag fellur niður kennsla í 3.,4. og 5. tíma vegna tónleika og heilsuátaks. Ef við færum þennan tíma yfir á föstudag, þá þurfum við ekki að mæta í skólann fyrr en 12.40. Ef það hljómar vel, kjósið þá "já" í kosningunni hér til hægri.

Föstudagur 14.55-16.50
Bíómynd vikunnar. Horfum að öllum líkindum á Les quatre cents coups (400 höggin) eftir Francois Truffaut. Hún er ekki bara vel skrifuð, heldur er hún líka gott dæmi um mynd þar sem sagan er byggð á ævi höfundar, þ.e. aðalpersónan Antoine Doinel er í grófum dráttum Truffaut.

sunnudagur, 2. nóvember 2008

Dagskrá 11. viku, 3.-7. nóv

Mánudagur 8.10-9.35
Fyrirlestrar nemenda. Allir eiga að vera tilbúnir ef skyldu verða forföll. Í þessum tíma verða a.m.k.:
Argento
Bava
Tati
Kurosawa

Miðvikudagur 8.10-9.35
Fyrirlestrar nemenda. Höfum tvöfaldan tíma svo við náum örugglega að klára fyrirlestrana.
Hitchcock
John Ford
Fellini

Föstudagur 14.55-16.40
Casablanca. Í tilefni þess að við erum að byrja að fjalla um handritagerð ætlum við að horfa á eina best skrifuðu mynd allra tíma.