miðvikudagur, 17. desember 2008

Umsagnir um fyrirlestra (loksins)

Jacques Tati
Gott æviágrip.
Fín umfjöllun um einkennin.
Samantektin á myndunum er ágæt. Svolítið ómarkviss.
Fæ á tilfinninguna að hlutar af fyrirlestrinum hafi ekki verið eins vel undirbúnir og æskilegt væri.
Ég hefði viljað fá klippur.
Aðeins of langur.
8,5

Alfred Hitchcock

Gott æviágrip.
Góð klipp.
Góð umfjöllun um helstu myndir og einkenni.
Ég skil ekki alveg tilganginn með því að telja upp vísanir í Hitchcock-myndir. Slíkur listi verður aldrei tæmandi.
Einnig hefði ég frekar viljað sjá dolly-zoom klipp úr Vertigo og Psycho frekar en úr einhverju kennslumyndbandi.
9,0

John Ford

Æviágripið er fínt.
Skemmtilegir punktar um hans persónu.
Góð klipp.
Athyglisverðar athugasemdir um vinnulag hans.
Fín umfjöllun um einkennin.
9,0

Mario Bava

Ágætt æviágrip, og vel flutt af Steinari.
Fín umfjöllun um tækniatriði.
Vel farið í Black Sunday, nokkrar góðar pælingar. Hrukkuatriðið er vel valið.
Í styttra lagi.
8,5

Akira Kurosawa

Talsvert of langur.
Langur inngangur um Japan, sem virðist algjör óþarfi. 3 mínútur líða áður en farið er að fjalla um samúræja (sem tengist a.m.k. Kurosawa óbeint) og 5 mínútur líða áður en byrjað er að tala um Kurosawa. Og fyrir vikið var ekki tími til þess að sýna klipp.
Æviágripið er í lagi, það er soldið óljóst hvað á við um bróðurinn og hvað um Akira.
Umfjöllun um einkenni er góð.
Ágæt umfjöllun um sumar myndirnar, sérstaklega um Seven Samurai.
7,5

Dario Argento

Æviágripið er gott.
Umfjöllunin um Suspiria er mjög góð, ágæt um Inferno. Hinar eru í lagi.
Það hefði átt að lóda klippin strax til þess að hafa betra flæði. Þetta er ekki nógu vel skipulagt.
Klippin eru hins vegar mjög góð.
9,0

Federico Fellini
Gott æviágrip.
Umfjöllun um einkenni er góð.
Gott klipp úr La Dolce Vita.
Búið að klippa klippurnar. Greinilega lögð vinna í það (meiri en hjá hinum hópunum).
Klippin í lokin eru skemmtileg, en kannski ekki beint dæmigerð um Fellini. Spurning hversu vel þau passa inn.
9,5

þriðjudagur, 16. desember 2008

Umsagnir um maraþonmyndir (loksins, loksins)

Hópur 1: Sunnudagsmorgun (morð)
Hér er margt vel gert.
Klippingar eru vel hugsaðar og furðu nákvæmar miðað við að klippt er í vélinni.
Myndmálið er nokkuð gott, mörg fín skot.
Notkun tónlistar er góð.
Tryggvi er ansi góður í aðalhlutverkinu.
Fléttan er einföld og hnitmiðuð.
9,0

Hópur 2: Ömmubrauð
(leti)
Þessi virðist fyrst og fremst vera djók, og við fyrstu sýn sá ég ekki margt annað í henni.
Við fleiri áhorf komu í ljós skemmtileg tækniatriði. Myndramminn ("framing") er oft vel skipulagður.
Notast er við tilfærslu fókuss á einum stað - plús fyrir það.
Ég ELSKA skotið þar sem Anton boom operator birtist í bakgrunni... það er eitthvað við það burtséð frá djókinu.
Og svo virkar hún ansi skemmtilega sem djók.
8,5

Hópur 3: Hin eina sanna
(afbrýðisemi)
Þrátt fyrir að margt væri ágætlega gert (blóðslettan á veggnum stóð uppúr) þá vantaði einhverja samfellu í þessa mynd. Hún varla hengur saman: samband milli sena er ekki nógu skýrt og klippingar ekki nógu góðar.
8,0

Hópur 4: Á tæpasta vaði (stríð)
Langbesta myndin.
Hér er varla veikan blett að finna.
Sagan er ágæt og skemmtilega útfærð.
Myndatakan er mjög fín.
Tónlistin er sérlega góð.
Allt í allt, eins gott og hægt er að búast við af maraþon-mynd.
10,0

Hópur 5: Nágranninn
(hatur)
Hér er fléttan fín og sögunni komið ágætlega til skila.
Ef það er eitthvað sem vantar uppá, þá er það að hún er tæknilega ansi basic - hér virðist vera minni áhugi á að prófa sig áfram og gera tilraunir með uppbyggingu myndrammans og annað slíkt. Skotin eru löng og víð og ekkert sérstaklega spennandi.
8,5