miðvikudagur, 17. desember 2008

Umsagnir um fyrirlestra (loksins)

Jacques Tati
Gott æviágrip.
Fín umfjöllun um einkennin.
Samantektin á myndunum er ágæt. Svolítið ómarkviss.
Fæ á tilfinninguna að hlutar af fyrirlestrinum hafi ekki verið eins vel undirbúnir og æskilegt væri.
Ég hefði viljað fá klippur.
Aðeins of langur.
8,5

Alfred Hitchcock

Gott æviágrip.
Góð klipp.
Góð umfjöllun um helstu myndir og einkenni.
Ég skil ekki alveg tilganginn með því að telja upp vísanir í Hitchcock-myndir. Slíkur listi verður aldrei tæmandi.
Einnig hefði ég frekar viljað sjá dolly-zoom klipp úr Vertigo og Psycho frekar en úr einhverju kennslumyndbandi.
9,0

John Ford

Æviágripið er fínt.
Skemmtilegir punktar um hans persónu.
Góð klipp.
Athyglisverðar athugasemdir um vinnulag hans.
Fín umfjöllun um einkennin.
9,0

Mario Bava

Ágætt æviágrip, og vel flutt af Steinari.
Fín umfjöllun um tækniatriði.
Vel farið í Black Sunday, nokkrar góðar pælingar. Hrukkuatriðið er vel valið.
Í styttra lagi.
8,5

Akira Kurosawa

Talsvert of langur.
Langur inngangur um Japan, sem virðist algjör óþarfi. 3 mínútur líða áður en farið er að fjalla um samúræja (sem tengist a.m.k. Kurosawa óbeint) og 5 mínútur líða áður en byrjað er að tala um Kurosawa. Og fyrir vikið var ekki tími til þess að sýna klipp.
Æviágripið er í lagi, það er soldið óljóst hvað á við um bróðurinn og hvað um Akira.
Umfjöllun um einkenni er góð.
Ágæt umfjöllun um sumar myndirnar, sérstaklega um Seven Samurai.
7,5

Dario Argento

Æviágripið er gott.
Umfjöllunin um Suspiria er mjög góð, ágæt um Inferno. Hinar eru í lagi.
Það hefði átt að lóda klippin strax til þess að hafa betra flæði. Þetta er ekki nógu vel skipulagt.
Klippin eru hins vegar mjög góð.
9,0

Federico Fellini
Gott æviágrip.
Umfjöllun um einkenni er góð.
Gott klipp úr La Dolce Vita.
Búið að klippa klippurnar. Greinilega lögð vinna í það (meiri en hjá hinum hópunum).
Klippin í lokin eru skemmtileg, en kannski ekki beint dæmigerð um Fellini. Spurning hversu vel þau passa inn.
9,5

Engin ummæli: