sunnudagur, 22. febrúar 2009

Dagskrá 8. viku, 23.-27. feb

Mánudagur 8.10-9.35
Kaflar 15 og 17 í FDF.
Rýnt í Notorious og .

Miðvikudagur 8.55-9.35
Hugsanlega kafli 16 í FDF.
Rýnt í Truman Show.

Föstudagur 14.55-16.45
Bíómynd vikunnar.
Sångar från andra våningen (Songs from the Second Floor).
Kolbikasvört gamanmynd eftir Roy Andersson um þjóðfélag í viðjum djúprar kreppu. Snilldarmynd og á skemmtilega vel við núverandi ástand.
Ríkisstjórnin rýnir í kristalskúlu til þess að finna lausn á vandanum...

sunnudagur, 15. febrúar 2009

Dagskrá 7. viku, 16.-20. febrúar

Mánudagur 8.10-9.35
FDF kafli 13. Hasarsenur.

Miðvikudagur 8.55-9.35
FDF kafli 14. "A Narrative scene".

Föstudagur 14.55-16.45
Bíómynd vikunnar. Óákveðin enn sem komið er.

sunnudagur, 8. febrúar 2009

Dagskrá 6. viku, 9.-11. feb

Mánudagur 8.10-9.35
FDF kaflar 7-9
Skoðum hvernig FDF setti upp A Piece of Apple Pie.

Miðvikudagur 8.10-9.35
Bíómynd vikunnar.
Happy End, tékknesk gamanmynd sem gerist öll afturábak.

sunnudagur, 1. febrúar 2009

Dagskrá 5. viku, 2.-6. feb

Mánudagur 8.10-9.35
Verkefnatími. Tökum fyrir handritið A Piece of Apple Pie.
Þið fáið í hendurnar grunnflötinn að dænernum þar sem myndin á að gerast og handritið, og eigið svo að skipuleggja tökur á myndinni (sviðsetningu og uppsetningu myndavélar), á sama hátt og sýnt var í verandasenunni í Notorious.

Miðvikudagur 8.55-9.35
Skoðum hvernig A Piece of Apple Pie er tekin fyrir í FDF.
Sjáum mynd máladeildarhópsins.

Föstudagur 14.55-16.30
Bíómynd vikunnar.
Þessa stundina hallast ég að Hold Up Down (Hôrudo appu daun) í leikstjórn Sabu. Þetta er nýleg japönsk gaman-hasarmynd sem ég held mikið upp á. Hún er alls ekki fullkomin, en á köflum er hún ótrúleg snilld.