þriðjudagur, 14. apríl 2009

Umsagnir um lokaverkefni

Engilbert Svarfdal
Anna, Birta, Íris, Kristján, Tryggvi.
Skemmtilegt mockumentary.
Ágætlega gerð.
Tónlistin vel útfærð.
Notkun ljósmynda mjög fín.
Viðtölin mörg hver mjög fín, og skemmtilega klippt milli viðtala.
Margar senur oflýstar. Sérstaklega var byrjunin alveg "sprungin".
Tímasetningin (comic timing) var almennt nokkuð góð.
Var á mörkunum að ná upp í 9,5, en klúðrið á frumsýningardag útilokar það eiginlega.
9,0

Brot og brestir
Árni, Gísli, Ragnar og Steinar.
Margt ágætt í þessari.
Mér finnst hún samt meiri "æfing" en heildstæð mynd.
Tónlistin var soldið "overkill", en átti vafalítið að vera það (s.s. íronísk notkun tónlistar).
Klippingin var fín og útfærslan á þessu ýkta melódrama var nokkuð skemmtileg.
Flashbackið og symbólismi skálarinnar voru ágætlega útfærð.
8,0

Op. no. 1
Andri, Björn Ívar, Haraldur, Helga, Héðinn.
Ég man ekki hvað þessi hét...
Eins og með "Brot og bresti" þá finnst mér þessi vera meira í átt að æfingu en heildstæðri mynd.
Það er margt skemmtilegt í myndinni - sumt er hálfgert "homage" til David Lynch og Idi i smotri, rússnesku stríðsmyndarinnar sem við horfðum á.
Sumar senurnar voru ROSALEGA oflýstar. Ég vona að það hafi verið stílræn ákvörðun, en þetta var samt soldið klúðurslegt.
Þessi hópur vann sér heldur ekki inn vinsældir með því að fara langt fram yfir töku- og klippiáætlun.
7,5
Umsókn #68
Anton, Magnús, Pétur og Tómas.
Margt ágætt við þessa. Hún er fyndin, nokkuð skemmtileg og hefur nokkur góð móment.
Mér finnst þetta form ekki beint hentugt fyrir svona lokaverkefni, ég hefði viljað heildstæðari sögu.
Skilað allt of seint.
8,0

Kleifarvatn
Gunnar, Ísak, Jóhann og Jóhanna.
Flottar tæknibrellur.
Ágæt hugmynd og margt vel gert.
Mér fannst aðeins vanta upp á útfærsluna. Ég hefði viljað sjá unnið meira með þessa tilvistarkreppu að vera ekki til. Mér fannst eiginlega vanta einhverja eftirminnilega senu um það (símtalið við 118 komst einna næst).
Mér finnst soldið ofnotað "dissolve through black" í myndinni.
Annars var ég ansi ánægður með hana.
Skilað seint samt...
9,0

Umsagnir um seinni fyrirlestraröð

John Waters
Birta, Íris og Helga.
Flott powerpoint.
Ágætt æviágrip.
Skemmtilegar og vel valdar klippur, en soldið klúður við afspilunina.
Gaf ágæta mynd af höfundarverki Waters og ætti að hvetja einhverja til þess að kíkja á fleiri myndir eftir hann.
9,0

Bollywood
Anna og Jóhanna.
Mjög fínn fyrirlestur. Gaf góða hugmynd um helstu einkenni og sérstöðu Bollywood og fór svolítið í helstu flokkana og helstu stjörnurnar.
Góðar klippur.
10,0

John Carpenter
Anton, Pétur og Tómas.
Þessi leið fyrir það að vera illa undirbúinn og enn verr samhæfður. Er til of mikils ætlast að menn séu búnir að finna myndir og skella þeim inn á powerpoint, en ekki að googla myndir jafnóðum?
Svo var greinilega engin samhæfing milli manna, Pétur talaði í raun um sömu hlutina og Tómas og Anton.
Klippurnar voru ágætar.
Margt ágætt og athyglisvert kom fram.
6,5

Hayao Miyazaki
Þetta var fínn fyrirlestur.
Flutningurinn var ágætur.
Fín umfjöllun um einkenni og framleiðsluferli.
Góð klipp.
9,0

Anime
Árni, Gísli, Steinar og Ragnar.
Ágætur fyrirlestur. Í styttra lagi.
Flutningurinn var upp og ofan.
Fín umfjöllun um helstu atriðin - sögu, einkenni, flokka o.s.frv.
Fókuseraði kannski meira á sjónvarpsþætti en ég hefði viljað.
8,0

Takashi Miike
Andri, Haraldur, Héðinn og Magnús.
Allt of langur fyrirlestur, ekki tilbúinn á réttum tíma.
Einnig var heljarinnarklúður með myndirnar. Ég veit ekki að hversu miklu leyti hópurinn ber ábyrgð á því, en samt...
Annars var þetta fínn fyrirlestur.
Gott æviágrip og umfjöllun um einkenni.
Fullt af fínum punktum.
Góð umfjöllun um Ichi the Killer og Gozu.
Fín klipp.
7,5

David Lynch
Björn Ívar.
Of langur og of seint.
Annars margt ágætt í fyrirlestrinum.
Fínt æviágrip.
Gott um verk og einkenni.
Fínt klipp úr Blue Velvet (en hefði ekki hægt að vera með tilbúið klipp frekar en alla myndina?).
Svolítið ómarkvisst á köflum.
Sýnir lesbíusenu úr Mulholland Dr. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það - lesbíusenan er ekki beint dæmigerður David Lynch, en gæti kannski laðað að áhorfendur (og ég var búinn að segja að fyrirlestrarnir ættu að "auglýsa" leikstjórana).
Klippur eru of stór hluti af fyrirlestrinum, nálægt 2/3.
6,0

Krzysztof Kieslowski
Breki.
Of langur og of seint.
Annars mjög góður fyrirlestur.
Gott æviágrip og ágætt powerpoint.
Fín upptalning á verkum en vantar eitthvað um flutninginn frá Póllandi til Frakklands.
Góð umfjöllun á Dekalog og Litunum. Góð klippa úr Short Film About Killing. Góð klippa úr Hvítum.
7,5

Jim Jarmusch
Kristján og Tryggvi.
Þessi fyrirlestur var aldrei fluttur.
0,0