þriðjudagur, 16. desember 2008
Umsagnir um maraþonmyndir (loksins, loksins)
Hópur 1: Sunnudagsmorgun (morð)
Hér er margt vel gert.
Klippingar eru vel hugsaðar og furðu nákvæmar miðað við að klippt er í vélinni.
Myndmálið er nokkuð gott, mörg fín skot.
Notkun tónlistar er góð.
Tryggvi er ansi góður í aðalhlutverkinu.
Fléttan er einföld og hnitmiðuð.
9,0
Hópur 2: Ömmubrauð (leti)
Þessi virðist fyrst og fremst vera djók, og við fyrstu sýn sá ég ekki margt annað í henni.
Við fleiri áhorf komu í ljós skemmtileg tækniatriði. Myndramminn ("framing") er oft vel skipulagður.
Notast er við tilfærslu fókuss á einum stað - plús fyrir það.
Ég ELSKA skotið þar sem Anton boom operator birtist í bakgrunni... það er eitthvað við það burtséð frá djókinu.
Og svo virkar hún ansi skemmtilega sem djók.
8,5
Hópur 3: Hin eina sanna (afbrýðisemi)
Þrátt fyrir að margt væri ágætlega gert (blóðslettan á veggnum stóð uppúr) þá vantaði einhverja samfellu í þessa mynd. Hún varla hengur saman: samband milli sena er ekki nógu skýrt og klippingar ekki nógu góðar.
8,0
Hópur 4: Á tæpasta vaði (stríð)
Langbesta myndin.
Hér er varla veikan blett að finna.
Sagan er ágæt og skemmtilega útfærð.
Myndatakan er mjög fín.
Tónlistin er sérlega góð.
Allt í allt, eins gott og hægt er að búast við af maraþon-mynd.
10,0
Hópur 5: Nágranninn (hatur)
Hér er fléttan fín og sögunni komið ágætlega til skila.
Ef það er eitthvað sem vantar uppá, þá er það að hún er tæknilega ansi basic - hér virðist vera minni áhugi á að prófa sig áfram og gera tilraunir með uppbyggingu myndrammans og annað slíkt. Skotin eru löng og víð og ekkert sérstaklega spennandi.
8,5
Hér er margt vel gert.
Klippingar eru vel hugsaðar og furðu nákvæmar miðað við að klippt er í vélinni.
Myndmálið er nokkuð gott, mörg fín skot.
Notkun tónlistar er góð.
Tryggvi er ansi góður í aðalhlutverkinu.
Fléttan er einföld og hnitmiðuð.
9,0
Hópur 2: Ömmubrauð (leti)
Þessi virðist fyrst og fremst vera djók, og við fyrstu sýn sá ég ekki margt annað í henni.
Við fleiri áhorf komu í ljós skemmtileg tækniatriði. Myndramminn ("framing") er oft vel skipulagður.
Notast er við tilfærslu fókuss á einum stað - plús fyrir það.
Ég ELSKA skotið þar sem Anton boom operator birtist í bakgrunni... það er eitthvað við það burtséð frá djókinu.
Og svo virkar hún ansi skemmtilega sem djók.
8,5
Hópur 3: Hin eina sanna (afbrýðisemi)
Þrátt fyrir að margt væri ágætlega gert (blóðslettan á veggnum stóð uppúr) þá vantaði einhverja samfellu í þessa mynd. Hún varla hengur saman: samband milli sena er ekki nógu skýrt og klippingar ekki nógu góðar.
8,0
Hópur 4: Á tæpasta vaði (stríð)
Langbesta myndin.
Hér er varla veikan blett að finna.
Sagan er ágæt og skemmtilega útfærð.
Myndatakan er mjög fín.
Tónlistin er sérlega góð.
Allt í allt, eins gott og hægt er að búast við af maraþon-mynd.
10,0
Hópur 5: Nágranninn (hatur)
Hér er fléttan fín og sögunni komið ágætlega til skila.
Ef það er eitthvað sem vantar uppá, þá er það að hún er tæknilega ansi basic - hér virðist vera minni áhugi á að prófa sig áfram og gera tilraunir með uppbyggingu myndrammans og annað slíkt. Skotin eru löng og víð og ekkert sérstaklega spennandi.
8,5
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli