Anna, Birta, Íris, Kristján, Tryggvi.
Skemmtilegt mockumentary.
Ágætlega gerð.
Tónlistin vel útfærð.
Notkun ljósmynda mjög fín.
Viðtölin mörg hver mjög fín, og skemmtilega klippt milli viðtala.
Margar senur oflýstar. Sérstaklega var byrjunin alveg "sprungin".
Tímasetningin (comic timing) var almennt nokkuð góð.
Var á mörkunum að ná upp í 9,5, en klúðrið á frumsýningardag útilokar það eiginlega.
Árni, Gísli, Ragnar og Steinar.
Margt ágætt í þessari.
Mér finnst hún samt meiri "æfing" en heildstæð mynd.
Tónlistin var soldið "overkill", en átti vafalítið að vera það (s.s. íronísk notkun tónlistar).
Klippingin var fín og útfærslan á þessu ýkta melódrama var nokkuð skemmtileg.
Flashbackið og symbólismi skálarinnar voru ágætlega útfærð.
Andri, Björn Ívar, Haraldur, Helga, Héðinn.
Ég man ekki hvað þessi hét...
Eins og með "Brot og bresti" þá finnst mér þessi vera meira í átt að æfingu en heildstæðri mynd.
Það er margt skemmtilegt í myndinni - sumt er hálfgert "homage" til David Lynch og Idi i smotri, rússnesku stríðsmyndarinnar sem við horfðum á.
Sumar senurnar voru ROSALEGA oflýstar. Ég vona að það hafi verið stílræn ákvörðun, en þetta var samt soldið klúðurslegt.
Þessi hópur vann sér heldur ekki inn vinsældir með því að fara langt fram yfir töku- og klippiáætlun.
Anton, Magnús, Pétur og Tómas.
Margt ágætt við þessa. Hún er fyndin, nokkuð skemmtileg og hefur nokkur góð móment.
Mér finnst þetta form ekki beint hentugt fyrir svona lokaverkefni, ég hefði viljað heildstæðari sögu.
Skilað allt of seint.
Gunnar, Ísak, Jóhann og Jóhanna.
Flottar tæknibrellur.
Ágæt hugmynd og margt vel gert.
Mér fannst aðeins vanta upp á útfærsluna. Ég hefði viljað sjá unnið meira með þessa tilvistarkreppu að vera ekki til. Mér fannst eiginlega vanta einhverja eftirminnilega senu um það (símtalið við 118 komst einna næst).
Mér finnst soldið ofnotað "dissolve through black" í myndinni.
Annars var ég ansi ánægður með hana.
Skilað seint samt...