laugardagur, 29. ágúst 2009
Inglourious Basterds
Eftir heldur magurt bíósumar virðast myndirnar loksins vera farnar að hrannast upp - nýjasta mynd Tarantinos og snilldar-teiknimyndin Up (að því er ég hef heyrt) báðar frumsýndar sömu helgi, síðan kemur Reykjavík Whale Watching Massacre og svo loks RIFF rétt handan við hornið.
Ef mig misminnir ekki þá fór ég ekki á nema 2 myndir í bíó í sumar (Hangover og Brüno), og fannst ég samt ekki missa af neinu, nema kannski Hurt Locker. Ég ætla mér þó að bæta það upp á næstu dögum.
Ég fór á Inglourious Basterds með talsverðar væntingar. Tarantino er svo yndislega mikið bíónörd, og myndirnar hans eru alltaf uppfullar af svona "tongue-in-cheek" tilvísunum í alls konar myndir. Í þessari mynd kom ég t.d. auga á mjög augljósar tilvísanir í þrjár mjög frægar myndir: The Searchers, The Good, the Bad and the Ugly og Taxi Driver.
The Searchers: Frægasta skotið í The Searchers sýnir John Wayne standa í dyragætt og snúa sér svo við og fjarlægjast. Á mjög áhrifamiklu augnabliki í fyrsta kafla Inglourious Basterds er þetta skot endurskapað að nokkru leyti. Þið takið eftir því þegar þið sjáið það.
Taxi Driver: Undir lok Taxi Driver er mjög flott skot sem sýnir stöðu mála eftir byssubardaga. Það er tekið ofan frá, og myndavélin líður hægt yfir "vígvöllinn", en á sama tíma er skotið tiltölulega dökkt, þannig að þótt þú fáir ákveðna hugmynd um hvað hefur gerst, sérðu það aldrei skýrt. Í lokakafla Inglourious Basterds er einmitt svolítið svipað skot (síðasta skotið í sýningarklefanum). Í fyrstu mundi ég ekki eftir skotinu úr Taxi Driver, en þetta skot var samt það frábrugðið stíl myndarinnar að mig grunaði strax að um einhvers konar tilvísun væri að ræða (sem reyndist rétt, því þegar ég kom heim og var að finna til skot handa ykkur úr hinni ágætu heimildamynd Visions of Light er einmitt þetta skot úr Taxi Driver sýnt).
The Good, the Bad and the Ugly: Ég held ég þurfi ekkert að útskýra þetta frekar fyrir þá sem hafa séð báðar myndir. Quentin Tarantino hefur margsagt að sér finnist The Good, the Bad and the Ugly besta mynd sem nokkurn tíman hefur verið gerð, og það sést í Inglourious Basterds. Í fyrsta kaflanum vísar tónlistin mjög sterkt til Spaghettí-vestranna (ég er ekki alveg viss, en mér fannst hann nota stef úr annað hvort The Good, The Bad and the Ugly eða For a Few Dollars More nánast óbreytt, með smá píanóstefi yfir (tilbrigði við Für Elise)). Þar að auki notar hann mjög mikið það sem hann sjálfur kallar "Sergio Leone skotið", þ.e. extreme close-up þar sem athyglinni er sérstaklega beint að augum persónunnar til þess að skapa spennu (besta dæmið um svona skot er bardagaatriðið í lok The Good, the Bad and the Ugly). Ég fann ekki screenshot af þessu skoti á Google en plakatið hér fyrir neðan er ágæt birtingarmynd fyrir þetta:
Og þetta eru bara þær tilvísanir sem ég áttaði mig á nokkurn veginn samstundis. Það voru fullt af öðrum skotum og senum sem mig grunar að hafi verið nánast beinar tilvísanir eitthvert annað, en bara í myndir sem ég hef ekki séð. Ef ég væri t.d. betur að mér í B-myndum (sérílagi gömlum B-myndum sem gerast í seinni heimsstyrjöldinni) þá hefði ég kannski komið auga á fleiri skemmtilegar vísanir. Þó má alls ekki skilja það sem svo að Tarantino taki þessi skot eða þessar senur beint upp, heldur er hann að leika sér með hefðina, vísanirnar eru stríðnislegar og kaldhæðnar.
Samt er Inglourious Basterds alls ekki bara samansafn af tilvísunum fyrir bíónörda, heldur er þetta bráðskemmtileg, spennandi og á köflum drepfyndin mynd (fyrir þá sem hafa séð hana: "Arrivederci" (berist fram með sterkum Suðurríkjahreim)). Plottið er stórsniðugt og sumar senurnar bera vott um gríðarlega hugmyndaauðgi Tarantinos. Til dæmis er ekki hægt að saka Tarantino um sögufölsun, því hann gefur einfaldlega sagnfræðinni langt nef og endurskrifar hana að flestu leyti.
Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast við þessa mynd er hvað hún tekur sig (og heimsstyrjöldina) lítið alvarlega. Í raun á myndin meira skylt við teiknimyndir og ævintýramyndir en stríðsmyndir. Ofbeldið í myndinni er að hluta til meira teiknimyndaofbeldi en alvöru (alveg eins og í Kill Bill), og sumar persónurnar eru yndislega ýktar eins og Bjarnarjúðinn Donny Donowitz (sem er leikinn svo ýkt af Eli Roth að ef um eitthvað annað hlutverk væri að ræða hefði ráðning hans verið talin hneyksli), en hans helsta kennimerki er hafnaboltakylfan... Einnig er persóna Hitlers gott dæmi um þetta - hann er hálf-kómískur karakter, ofur-veiklyndur og skapstór, minnir kannski mest á einræðisherra Chaplins eða Hitler eins og hann birtist í gamanmyndinni The Devil with Hitler frá 1942.
Raunsæi er neðarlega í forgangsröðinni hjá Tarantino í þessari mynd, og mér líkar það. Ég vil miklu frekar sjá bíómynd sem tekur sig eða umfjöllunarefnið EKKI alvarlega og leikur sér með efnið, en mynd sem þykist vera ofur-raunsæ en inniheldur síðan bull-söguþráð eða margfellur um sjálfa sig í þessu "raunsæi" sínu (t.d. Saving Private Ryan og Gladiator)
Í stuttu máli sagt er Inglourious Basterds pottþétt bíó og einstök skemmtun. Ég mæli eindregið með þessari.
Ef mig misminnir ekki þá fór ég ekki á nema 2 myndir í bíó í sumar (Hangover og Brüno), og fannst ég samt ekki missa af neinu, nema kannski Hurt Locker. Ég ætla mér þó að bæta það upp á næstu dögum.
Ég fór á Inglourious Basterds með talsverðar væntingar. Tarantino er svo yndislega mikið bíónörd, og myndirnar hans eru alltaf uppfullar af svona "tongue-in-cheek" tilvísunum í alls konar myndir. Í þessari mynd kom ég t.d. auga á mjög augljósar tilvísanir í þrjár mjög frægar myndir: The Searchers, The Good, the Bad and the Ugly og Taxi Driver.
The Searchers: Frægasta skotið í The Searchers sýnir John Wayne standa í dyragætt og snúa sér svo við og fjarlægjast. Á mjög áhrifamiklu augnabliki í fyrsta kafla Inglourious Basterds er þetta skot endurskapað að nokkru leyti. Þið takið eftir því þegar þið sjáið það.
Taxi Driver: Undir lok Taxi Driver er mjög flott skot sem sýnir stöðu mála eftir byssubardaga. Það er tekið ofan frá, og myndavélin líður hægt yfir "vígvöllinn", en á sama tíma er skotið tiltölulega dökkt, þannig að þótt þú fáir ákveðna hugmynd um hvað hefur gerst, sérðu það aldrei skýrt. Í lokakafla Inglourious Basterds er einmitt svolítið svipað skot (síðasta skotið í sýningarklefanum). Í fyrstu mundi ég ekki eftir skotinu úr Taxi Driver, en þetta skot var samt það frábrugðið stíl myndarinnar að mig grunaði strax að um einhvers konar tilvísun væri að ræða (sem reyndist rétt, því þegar ég kom heim og var að finna til skot handa ykkur úr hinni ágætu heimildamynd Visions of Light er einmitt þetta skot úr Taxi Driver sýnt).
The Good, the Bad and the Ugly: Ég held ég þurfi ekkert að útskýra þetta frekar fyrir þá sem hafa séð báðar myndir. Quentin Tarantino hefur margsagt að sér finnist The Good, the Bad and the Ugly besta mynd sem nokkurn tíman hefur verið gerð, og það sést í Inglourious Basterds. Í fyrsta kaflanum vísar tónlistin mjög sterkt til Spaghettí-vestranna (ég er ekki alveg viss, en mér fannst hann nota stef úr annað hvort The Good, The Bad and the Ugly eða For a Few Dollars More nánast óbreytt, með smá píanóstefi yfir (tilbrigði við Für Elise)). Þar að auki notar hann mjög mikið það sem hann sjálfur kallar "Sergio Leone skotið", þ.e. extreme close-up þar sem athyglinni er sérstaklega beint að augum persónunnar til þess að skapa spennu (besta dæmið um svona skot er bardagaatriðið í lok The Good, the Bad and the Ugly). Ég fann ekki screenshot af þessu skoti á Google en plakatið hér fyrir neðan er ágæt birtingarmynd fyrir þetta:
Og þetta eru bara þær tilvísanir sem ég áttaði mig á nokkurn veginn samstundis. Það voru fullt af öðrum skotum og senum sem mig grunar að hafi verið nánast beinar tilvísanir eitthvert annað, en bara í myndir sem ég hef ekki séð. Ef ég væri t.d. betur að mér í B-myndum (sérílagi gömlum B-myndum sem gerast í seinni heimsstyrjöldinni) þá hefði ég kannski komið auga á fleiri skemmtilegar vísanir. Þó má alls ekki skilja það sem svo að Tarantino taki þessi skot eða þessar senur beint upp, heldur er hann að leika sér með hefðina, vísanirnar eru stríðnislegar og kaldhæðnar.
Samt er Inglourious Basterds alls ekki bara samansafn af tilvísunum fyrir bíónörda, heldur er þetta bráðskemmtileg, spennandi og á köflum drepfyndin mynd (fyrir þá sem hafa séð hana: "Arrivederci" (berist fram með sterkum Suðurríkjahreim)). Plottið er stórsniðugt og sumar senurnar bera vott um gríðarlega hugmyndaauðgi Tarantinos. Til dæmis er ekki hægt að saka Tarantino um sögufölsun, því hann gefur einfaldlega sagnfræðinni langt nef og endurskrifar hana að flestu leyti.
Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast við þessa mynd er hvað hún tekur sig (og heimsstyrjöldina) lítið alvarlega. Í raun á myndin meira skylt við teiknimyndir og ævintýramyndir en stríðsmyndir. Ofbeldið í myndinni er að hluta til meira teiknimyndaofbeldi en alvöru (alveg eins og í Kill Bill), og sumar persónurnar eru yndislega ýktar eins og Bjarnarjúðinn Donny Donowitz (sem er leikinn svo ýkt af Eli Roth að ef um eitthvað annað hlutverk væri að ræða hefði ráðning hans verið talin hneyksli), en hans helsta kennimerki er hafnaboltakylfan... Einnig er persóna Hitlers gott dæmi um þetta - hann er hálf-kómískur karakter, ofur-veiklyndur og skapstór, minnir kannski mest á einræðisherra Chaplins eða Hitler eins og hann birtist í gamanmyndinni The Devil with Hitler frá 1942.
Raunsæi er neðarlega í forgangsröðinni hjá Tarantino í þessari mynd, og mér líkar það. Ég vil miklu frekar sjá bíómynd sem tekur sig eða umfjöllunarefnið EKKI alvarlega og leikur sér með efnið, en mynd sem þykist vera ofur-raunsæ en inniheldur síðan bull-söguþráð eða margfellur um sjálfa sig í þessu "raunsæi" sínu (t.d. Saving Private Ryan og Gladiator)
Í stuttu máli sagt er Inglourious Basterds pottþétt bíó og einstök skemmtun. Ég mæli eindregið með þessari.
föstudagur, 21. ágúst 2009
Maraþonmyndin: "Making movies in your head"
Fyrsta verklega æfingin ykkar í haust er maraþonmyndin. Nú vill svo skemmtilega til að einn uppáhalds kvikmyndabloggarinn minn var einmitt að birta stutta færslu um kvikmyndagerð í þeim anda. Í færslunni "Making movies in your head" skrifar Jim Emerson um reynslu sína af því að gera stuttmyndir á 8mm myndavél þegar hann var lítill.
Eins og hann lýsir því þá sá hann myndina fyrir sér, eitt skot í einu, og reyndi svo að taka hana þannig - klippingin fór fram í höfðinu á honum (og myndavélinni) en ekki á klippiborðinu. Þetta er einmitt það sem þið ættuð að hafa að leiðarljósi við gerð maraþonmyndarinnar, að sjá fyrir ykkur myndina, skot fyrir skot, að minnsta kosti 2-3 skot fram í tímann, og reyna svo að framkvæma í takt við það. Þar að auki hafið þið eitt framyfir hinn barnunga Jim Emerson: ef skotið mistekst getið þið tekið það aftur. Þegar tekið er upp á filmu (eins og í 8mm vélinni) þá er ekki hægt að taka yfir neinn kafla, þannig að ef maður vill ekki klippa myndina eftir á þá hefur maður bara einn séns...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)