föstudagur, 21. ágúst 2009

Maraþonmyndin: "Making movies in your head"

Fyrsta verklega æfingin ykkar í haust er maraþonmyndin. Nú vill svo skemmtilega til að einn uppáhalds kvikmyndabloggarinn minn var einmitt að birta stutta færslu um kvikmyndagerð í þeim anda. Í færslunni "Making movies in your head" skrifar Jim Emerson um reynslu sína af því að gera stuttmyndir á 8mm myndavél þegar hann var lítill.
Eins og hann lýsir því þá sá hann myndina fyrir sér, eitt skot í einu, og reyndi svo að taka hana þannig - klippingin fór fram í höfðinu á honum (og myndavélinni) en ekki á klippiborðinu. Þetta er einmitt það sem þið ættuð að hafa að leiðarljósi við gerð maraþonmyndarinnar, að sjá fyrir ykkur myndina, skot fyrir skot, að minnsta kosti 2-3 skot fram í tímann, og reyna svo að framkvæma í takt við það. Þar að auki hafið þið eitt framyfir hinn barnunga Jim Emerson: ef skotið mistekst getið þið tekið það aftur. Þegar tekið er upp á filmu (eins og í 8mm vélinni) þá er ekki hægt að taka yfir neinn kafla, þannig að ef maður vill ekki klippa myndina eftir á þá hefur maður bara einn séns...

Engin ummæli: