föstudagur, 30. október 2009

Umsagnir um fyrirlestra

Kubrick
Þór og Baldvin

Gott æviágrip.

Glærurnar eru nokkuð góðar. Kannski frekar "plain".

Fín tilraun til þess að greina stíl.

Umfjöllun um einstakar kvikmyndir er ekki eins góð og æviágripið. Í lengra lagi og svolítið einhæf.

Klippurnar eru góðar, en kannski helst til stuttar.

Farið mjög hratt í Shining, Full Metal Jacket og Eyes Wide Shut.

Of langur: 25 mínútur.

9,0

Polanski
Halldór, Saga og Reynir
Æviágripið er fínt, en gerir kannski svolítið mikið úr nauðgunarmálinu. Fyrirlesturinn átti að vera um kvikmyndaleikstjórann Polanski, ekki nauðgarann Polanski.
Flott umfjöllun um Chinatown og ágæt um Rosemary's Baby. Hefði viljað sjá minnst á (miklu) fleiri myndir. Ég held að myndir eins og Repulsion og The Tenant hafi ekki einu sinni verið nefndar á nafn.
Myndbrotin voru góð.
Í lengra lagi: 22 mínútur.

7,5

Billy Wilder
Elín, Ingibjörg, Margrét Sigurpáls og Svanhvít
Flott æviágrip.
Góð umfjöllun um myndirnar. Vel valdar myndir til þess að einbeita sér að.
Ágætis pælingar varðandi stílbragð og annað.
1 gott myndbrot (af hverju ekki fleiri?).

9,0

Charlie Chaplin
Árni, Hlynur og Tryggvi
Mjög gott æviágrip. Óþarflega langt reyndar um ástkonurnar – í staðinn hefði mátt koma með meira um kvikmyndirnar.
Góð umfjöllun um myndirnar.
Myndbrotin eru góð. Spurning hvort það hefði ekki verið betra að hafa þau inni í fyrirlestrinum frekar en að spila öll í röð í lokin (þá hefði líka verið hægt að kynna hvert myndbrot betur).

9,0

Sergio Leone
Sverrir
Mjög góður fyrirlestur.
Flott æviágrip.
Mjög fínar pælingar um myndirnar.
Glærurnar eru góðar – gott að hafa screenshot.
Öll umfjöllun mjög góð, og mjög jákvæð – góð auglýsing fyrir Leone.
Mættu alveg vera aðeins fleiri myndbrot.

9,5

Hitchcock
Miriam og Tómas
Æviágripið er mjög gott.
Flott umfjöllun um starfsferilinn og ágætis nálgun á stíl.
Vantar samt meira um einstakar myndir.
Skemmtilegar klippur úr North by Northwest.

8,5

Engin ummæli: