mánudagur, 5. apríl 2010

Umsögn um fyrirlestra á vorönn

Takashi Miike
Tómas
Fínn fyrirlestur.
Glærurnar eru góðar og góð umfjöllun, jafnt um líf leikstjórans sem og verk hans.
Flutningurinn er góður. Skýr og talað af innlifun.
Klippurnar eru ágætar. Klippan úr Zebraman er fín. Smá vandræði með tímasetningar í Ichi.
16 mínútur. Passlega langt.
9,0

Coen-bræður
Sverrir
Mjög fínn fyrirlestur.
Glærurnar eru flottar.
Margir góðir punktar og skemmtilegar pælingar.
Góð screenshot.
Flutningurinn er frekar stirður, beint af blaði, vantar smá innlifun.
Frábær klippa úr Miller’s Crossing og góð klippa úr Raising Arizona.
Það hefði verið skemmtilegra að brjóta fyrirlesturinn upp með klippum frekar en að sýna þær allar í lokin.
21 mínúta. Aðeins of langt.
9,5

Miðausturlönd
Miriam og Nanna
Fín umfjöllun um hin ýmsu lönd, kannski sérílagi Egyptaland.
Flutningurinn er góður, fín innlifun og blæbrigðaríkur.
Ég hefði viljað að þið fynduð fleiri klippur eða umfjöllunarefni. Mér fannst þið reiða ykkur aðeins of mikið á diskinn sem þið fenguð, sem ég hafði þó sagt að væri ófullkominn. Fyrst þið völduð að fjalla um efni sem ég gat lítið hjálpað til við, þá hefðuð þið sjálfar átt að leita meira út fyrir diskinn.
Fín klippa úr gamalli egypskri.
Sæmilegar klippur af disknum.
Rúmlega 20 mínútur. Í lengra lagi.
8,5

John Carpenter
Margrét, Elín, Svanhvít og Ingibjörg
Ágætur fyrirlestur.
Glærurnar eru flottar, en textinn á glærunum er kannski helst til mikið eins og í fyrirlestrinum sjálfum.
Góðir punktar um stíl.
Mjög góð umfjöllun um myndirnar.
Flutningurinn er misgóður. Svanhvít stóð sig einna best.
Klippurnar voru fínar.
18 mínútur. Passlegt.
9,0

Miyazaki, hópur 1
Árni, Hlynur og Tryggvi
Góður fyrirlestur.
Gott æviágrip.
Mjög góðar glærur.
Mjög gott um myndir, en kannski í lengra lagi.
Mjög gott um minni.
Flutningurinn er misgóður. Hlynur er einna bestur.
Mjög fínar klippur, en ég er ekki alveg sáttur við gæðin á sumum þeirra.
18 mínútur. Passlegt.
9,5

Anime
Þór
Flottar glærur.
Fullt af fróðlegum punktum.
Veitir ágæta yfirsýn yfir mjög víðfeðmt efni.
Góðar klippur. Sumar bráðfyndnar.
Flutningurinn er fínn.
22 mínútur. Aðeins of langur.
9,5

Chan-Wook Park
Guðmundur og Darri
Sæmilegur fyrirlestur.
Glærurnar eru frekar silly. Heimskulegar myndir. Þreyttur brandari.
Ofuráhersla á plottið í umfjöllun um myndirnar.
Maður fær pínu á tilfinninguna að verið sé að mjólka sem mestan tíma úr efninu.
Flutningurinn er góður.
Klippurnar eru OK. Mjög góð klippa úr Oldboy. Klippan úr I’m a Cyborg er aðeins of löng og virðist ekki alveg skila tilætluðum árangri.
8,0

Christopher Guest
Ari og Hrafn
Sæmilegur fyrirlestur.
Ágætt æviágrip og fín umfjöllun um fyrri myndir leikstjórans, en af fyrirlestrinum að dæma mætti halda að hann hefði ekki gert neinar myndir eftir árið 2000. Vantar alveg umfjöllun um myndir eins og Waiting for Guffman, A Mighty Wind og For Your Consideration.
Glærurnar eru fínar.
Flutningurinn er í lagi.
Góð klippa úr Best in Show.
Ágæt klippa úr Almost Heroes, en soldið löng.
7,5

Lars von Trier
Saga, Margrét og Linda
Gott æviágrip.
Stundum eru hlutirnir furðulega orðaðir, og ekki nógu skýrt hvað er átt við. T.d. er talað um þríleik, en fjórar myndir eru nefndar.
Soldið endurtekningasamt.
Flutningurinn er misgóður, í heildina fínn. Saga best.
Góðar klippur.
Passlega langt.
8,5

David Lynch
Brynjólfur og Halldór
Fínt æviágrip.
Góðar pælingar um efnistök, en stundum ekki alveg nógu vel orðaðar.
Góðar glærur.
Flutningurinn er góður, en mætti vera aðeins hnitmiðaðri hjá Brynjólfi.
Klippurnar eru mjög góðar.
Passlega langt.
9,5

Miyazaki – hópur 2
Ásgeir, Reynir, Pálmar og Eggert.
Ágætt æviágrip.
Góð umfjöllun um myndir.
Umfjöllunin um myndirnar ekki í tímaröð – soldið ruglandi. Var eitthvað um Totoro?
Fínir punktar um efnistök.
Flutningur í lagi.
Fínar klippur, og gott flæði (stuttur biðtími milli klippa).
Passlega langt.
9,0

Joon-Ho Bong
Arnór og Ólafur Hrafn
Fluttu seint.
Gott æviágrip.
Fínar glærur.
Góð umfjöllun um Memories of Murder og Host.
Flutningurinn er góður, kannski aðeins betri hjá Óla.
Soldið skrýtin klippa úr Barking Dogs (kannski ekki við öðru að búast af jafn skrýtinni mynd).
Flott klippa úr Host, en í lengra lagi.
Passlega langt.
8,5

Engin ummæli: