mánudagur, 5. apríl 2010
Umsögn um heimildamyndir
Því miður er ég ekki með myndirnar fyrir framan mig, og hef ekki getað horft á þær aftur, þannig að athugasemdirnar endurspegla bara þetta eina áhorf og geta því ekki verið mjög nákvæmar. Hins vegar held ég ekki að sjálf einkunnin myndi breytast mikið við annað áhorf.
Það voru nokkrar mjög fínar myndir, en engin sem nær alveg upp í tíuna.
Hópur 1:
Ræðuliðið
Arnór, Ásgeir, Eggert, Ólafur, Reynir og Pálmar
Vönduð og góð.
Flott grafík.
Nokkuð skemmtileg á köflum.
Ath. Ég er enn ekki búinn að sjá “lokaútgáfu” af þessari.
9,5
Hópur 2:
Rökkvi
Guðmundur, Darri, Brynjólfur, Ari, Hrafn og Halldór.
Ansi góð.
Nokkuð vönduð og vel heppnuð.
Að langmestu leyti vel gerð.
9,5
Hópur 3:
Herranótt
Þessi hefur enn ekki verið sýnd.
Hópur 4:
Konan sem sér álfa
Það vantaði metnað og vandaðri vinnubrögð í þessa.
Myndatakan er einhæf og það hefði mátt zooma miklu nær viðmælandanum.
Það vantaði uppfyllingarefni. Af hverju ekki taka myndir af öllu skrýtna dótinu sem konan á og nota myndir af því til þess að krydda viðtalið?
7,0
Hópur 5:
Mockumentary
Skemmtileg og nokkuð vel heppnuð.
Leiksigur hjá Árna.
Kannski ekki alveg jafn mikið lagt í hana og bestu heimildamyndirnar.
8,5
Hópur 6:
Skuggahliðar Gullna hringsins
Góð hugmynd en utanaðkomandi aðstæður gera að verkum að myndin er hálf misheppnuð.
Tæknivinnslan mætti líka vera betri. Nokkrar senur of bláar. Hefði hugsanlega verið betra að nota þrífótinn meira.
7,5
Hópur 7:
“Ég er engin hetja”
Virkilega metnaðarfull og hádramatísk mynd. Án efa sú mynd sem hefði getað orðið best ef allt hefði gengið upp.
Að langmestu leyti vel unnin og vel heppnuð, en vantar samt herslumuninn upp á að vera brilljant.
Stærsti gallinn finnst mér vera við hvaða aðstæður viðtölin eru tekin. Viðfangsefni myndarinnar er mjög aktífur – íþróttamennskan er stór hluti af því hver hann er. Þá finnst mér ekki við hæfi að viðtölin séu öll tekin við hann sitjandi í einhverjum sófa. Hér hefði reyndur heimildamyndagerðarmaður reynt að velja umhverfi sem endurspeglar persónu viðmælandans, eða a.m.k. brotið upp viðtölin meira með myndum af honum í slíkum aðstæðum.
9,5
Það voru nokkrar mjög fínar myndir, en engin sem nær alveg upp í tíuna.
Hópur 1:
Ræðuliðið
Arnór, Ásgeir, Eggert, Ólafur, Reynir og Pálmar
Vönduð og góð.
Flott grafík.
Nokkuð skemmtileg á köflum.
Ath. Ég er enn ekki búinn að sjá “lokaútgáfu” af þessari.
9,5
Hópur 2:
Rökkvi
Guðmundur, Darri, Brynjólfur, Ari, Hrafn og Halldór.
Ansi góð.
Nokkuð vönduð og vel heppnuð.
Að langmestu leyti vel gerð.
9,5
Hópur 3:
Herranótt
Þessi hefur enn ekki verið sýnd.
Hópur 4:
Konan sem sér álfa
Það vantaði metnað og vandaðri vinnubrögð í þessa.
Myndatakan er einhæf og það hefði mátt zooma miklu nær viðmælandanum.
Það vantaði uppfyllingarefni. Af hverju ekki taka myndir af öllu skrýtna dótinu sem konan á og nota myndir af því til þess að krydda viðtalið?
7,0
Hópur 5:
Mockumentary
Skemmtileg og nokkuð vel heppnuð.
Leiksigur hjá Árna.
Kannski ekki alveg jafn mikið lagt í hana og bestu heimildamyndirnar.
8,5
Hópur 6:
Skuggahliðar Gullna hringsins
Góð hugmynd en utanaðkomandi aðstæður gera að verkum að myndin er hálf misheppnuð.
Tæknivinnslan mætti líka vera betri. Nokkrar senur of bláar. Hefði hugsanlega verið betra að nota þrífótinn meira.
7,5
Hópur 7:
“Ég er engin hetja”
Virkilega metnaðarfull og hádramatísk mynd. Án efa sú mynd sem hefði getað orðið best ef allt hefði gengið upp.
Að langmestu leyti vel unnin og vel heppnuð, en vantar samt herslumuninn upp á að vera brilljant.
Stærsti gallinn finnst mér vera við hvaða aðstæður viðtölin eru tekin. Viðfangsefni myndarinnar er mjög aktífur – íþróttamennskan er stór hluti af því hver hann er. Þá finnst mér ekki við hæfi að viðtölin séu öll tekin við hann sitjandi í einhverjum sófa. Hér hefði reyndur heimildamyndagerðarmaður reynt að velja umhverfi sem endurspeglar persónu viðmælandans, eða a.m.k. brotið upp viðtölin meira með myndum af honum í slíkum aðstæðum.
9,5
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli