þriðjudagur, 25. maí 2010

Endahnúturinn

Sæl öll og til hamingju með að vera búin í prófum!

DVD-diskurinn er að kóðast á meðan ég skrifa þetta. Ef allt gengur að óskum verður diskurinn í umslaginu með prófskírteininu. Því miður var ekki pláss fyrir allar myndirnar ykkar á disknum, og vegna þess að ég átti í mestu vandræðum með að kóða tvær heimildamyndir (Skrímslið og Ég er ekki hetja - þær hefðu ekki verið tilbúnar fyrr en einhvern tíman í nótt) og vegna þess að heimildamyndirnar eru langlengstar og taka mest pláss ákvað ég að fórna þeim. Á disknum eru sem sagt bara maraþonmyndir og lokaverkefni. Ef ykkur langar í disk með heimildamyndunum getið þið komið í heimsókn með tóman disk og þá skal ég skrifa handa ykkur eitt eintak.

Síðan er ég búinn að gefa einkunnir fyrir lokaverkefnin og seinustu heimildamyndina.

Síðasta heimildamyndin
Herranótt

Aðalgallarnir í þessari fólust í eftirvinnslunni. T.d. var talið bara á einni hljóðrás, auk þess sem það hefði mátt klippa hana betur til. Það voru nokkrar senur sem virtust óþarflega langar og ómarkvissar. Annars nokkuð vel heppnuð.
9,0

Lokaverkefnin
69

Best heppnaða lokaverkefnið. Einföld hugmynd en mjög vel útfærð. Góður leikur og gott lúkk.
10,0

Vegamótatangó

Lúkkið á þessari var líka mjög flott og hugmyndin var nokkuð metnaðarfull. Það sem vantaði upp á tíuna var fyrst og fremst betra flæði. Hún hefði kannski heppnast betur ef hún hefði sýnt minna.
9,5

Eltihrellirinn

Mér fannst litlu augnablikin halda þessari mynd uppi. Þegar Gummi var einn í búðinni og Magga myndatökumaður var það sem mér fannst best í henni. Sjálf grunnsagan og það hvernig var unnið úr henni voru kannski mestu veikleikarnir.
9,5

Væntanlega

Það er erfitt að gefa fyrir svona mynd. Hvað er misheppnað og hvað er þaulhugsað grín? En hún er fyndin og sumt í henni er mjög skemmtilega gert.
9,5

Buffalo Soldier
Það voru nokkur mjög flott augnablik í þessari. Sýru-hlutinn og hlutinn eftir að hann tekur Lucky Charms voru mjög flottir. Og yndislega súr á köflum.
9,0

Hvað gerðist í gær?
Ágætis mynd, en metnaður og tæknivinnsla voru ekki alveg á sama plani og hjá hinum hópunum. Nær samt að búa til stutta og hnyttna sögu á einfaldan og skemmtilegan hátt.
8,5

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Amiable brief and this fill someone in on helped me alot in my college assignement. Thank you seeking your information.