sunnudagur, 28. nóvember 2010

Umsögn um fyrirlestra

Akira Kurosawa
Jóhanna
Líkast til besti fyrirlestur sem ég hef fengið hingað til. Virkilega vandaður, metnaðarfullur og vel útpældur.
Æviágripið var ansi gott. Fínar pælingar með áhrif og skemmtileg tenging við söguna um bróðurinn.
Mjög fínar pælingar um helstu verk og sérkenni. Sérstaklega gott um klippingu.
Mjög góðar klippur. Suttar og hnitmiðaðar.
10,0

Federico Fellini
Þorbjörg og Valgerður
Gott æviágrip. Vel uppbyggt og skipulagt. Margir skemmtilegir punktar.
Mjög góð umfjöllun um myndirnar. Góðar pælingar um einkenni og annað slíkt. Furðu lítið um 8½ (sem er af mörgum talin hans besta mynd). Spurning hvort nýraunsæið nái eins langt í ferli hans og haldið var fram í fyrirlestrinum.
Mjög flottar klippur. Ná vel að fanga stemninguna í þessum myndum.
9,5

Robert Altman
Sverrir
Fínt æviágrip. Mjög góð tenging við kvikmyndasöguna.
Ég hefði viljað sjá glærur.
Ágæt umfjöllun um myndirnar.
Góð klippa úr The Player. Klippan úr Nashville er ekkert sérstaklega heppilegt dæmi.
9,0

Stanley Kubrick
Björn og Magnús
Fínt æviágrip. Góðar stuttar sögur. Fín greining á ferlinum.
Mjög góðar pælingar um The Shining. Fín umfjöllun um 2001.
Mjög góðar klippur úr The Shining. Flott klippa úr 2001.
Aðeins of langur.
9,0

Sergio Leone
Árman og Villi
Hnitmiðað æviágrip.
Smá hik og málalengingar í umfjöllun um myndirnar. Skrýtin tímaröð, fer beint úr dollaramyndum í Once Upon a Time in America. Skemmtileg lýsing á tónlistinni í myndunum.
Flott klippa úr The Good, The Bad and the Ugly.
9,0

George Cukor

Halla og Urður
Fínt æviágrip. Góð umfjöllun um Broadway ferilinn. Fín umfjöllun um helstu verk.
Ekki mjög mikil umfjöllun um einstök verk. Aðaláherslan á Adam’s Rib, My Fair Lady og Little Women. Spurning hvort það hefði ekki þurft að vera smá um Philadelphia Story, sem er eitt hans helsta verk.
Góðar klippur, sérstaklega úr My Fair Lady og Little Women. Spurning hvort klippan úr Adam’s Rib hefði ekki mátt vera styttri.
8,5

Alfred Hitchcock

Örn og Þorsteinn
Ágætt æviágrip. Spurning með eina söguna – var hann ekki bara sendur einu sinni læstur inni í fangaklefa fyrir að vera óþekkur?
Svolítið furðuleg umfjöllun um stílbrögð. Ágæt umfjöllun um einstakar myndir.
Ágætar klippur.
8,5

Kenji Mizoguchi

Birgir
Flutningur er hikandi, ekki alveg nógu góður. Ekki mjög mikið lagt í glærurnar.
Æviágripið er pínu skrýtið, það líða 5 mínútur áður en komið er að leikstjórnarferli.
Sæmileg umfjöllun um myndir, stiklað á stóru. Fínar athugasemdir um stöðu kvenna í myndunum hans.
Klippurnar hálf-klúðurslegar. Lengi að finna klippurnar. Hreyfir músina yfir klippunni svo ekki sést í textann helminginn af tímanum. Seinni klippan er betri, en er úr mynd sem ekkert var búið að minnast á.
7,5

Buster Keaton

Ólafur
Ekki ýkja vel undirbúinn eða metnaðarfullur fyrirlestur.
Furðulegur flutningur (gæti verið sniðugt að losa sig við tyggjóið áður en maður flytur fyrirlestur).
Sæmilegt æviágrip, en stekkur fljótt í kvikmyndaferilinn. Furðu háfleygt á köflum.
Sæmileg umfjöllun um myndir. Ágætt um The General.
Ágæt klippa úr Playhouse, en ansi löng. Maður fær á tilfinninguna að um uppfyllingarefni sé að ræða, til þess að ná upp í tímamörkin.
6,5

Roman Polanski

Guðmundur Ingi
Ekki fluttur.
0,0

Billy Wilder

Hildur
Ekki fluttur.
0,0

Engin ummæli: