- 1. Persóna (verkefni 1 í glærum)
Búið til persónu í eins miklum smáatriðum og við mögulega getum.
Hvar/hvenær er hún uppi? Aldur, foreldrar, systkini, kynhneigð, stétt, menntun, starf, stjórnmálaskoðanir o.s.frv. Ekkert smáatriði er of smátt.
Hvaða áhrif hefur hver þáttur á persónuna? Hvernig fáum við þetta allt til þess að passa saman? Er hægt að skapa persónu í svona smáatriðum án þess að skapa sögu hennar um leið?
Búið að lokum til hvatningaratvik fyrir persónuna. Eitthvað sem gæti komið lífi hennar í uppnám og skapað átök.
2. Staðarlýsing (æfing 3 í glærum)
Horfið á myndbrot sem gerist á áhugaverðum stað (í tímanum var horft á stutt myndbrot úr fyrsta þætti af Stephen Fry in America).
Gerið lista yfir áhugaverð smáatriði.
Veljið svo úr þá punkta sem mestu máli skipta (sem t.d. gefa til kynna stemninguna á staðnum).
Skrifið staðarlýsingu sem er ekki lengri en ein efnisgrein (eins og staðarlýsingar eru yfirleitt í kvikmyndahandritum).
3. Hljóð (æfing 5 í glærum)
Finnið a.m.k. 10 hljóð sem kalla fram einhverja aukamerkingu (tilfinningar, minningar eða óljósar hugmyndir).
Ímyndið ykkur hvernig þessi hljóð gætu breytt stemningunni á staðnum í staðarlýsingunni. Reynið að finna hljóð sem myndu ýkja upp og bæta við (eða gjörbreyta) stemningunni á þessum stað.
4. Athugun á persónu (æfing 7 í glærum)
Horfið á stutt myndbrot (horft var á barsenu úr The Best Years of Our Lives).
Veljið ykkur eina persónu sem vekur athygli ykkar og fylgist með henni.
Leggið útlit og önnur aðalatriði á minnið, komið svo aftur og gerið lista yfir atriði sem einkenna persónuna eða afhjúpa eitthvað um hana. Hvað getum við vitað um þessa persónu? Hvað getum við ímyndað okkur?
Verið nákvæm. Lýsið smáatriðum (lýsingarorð...)
Strikið svo undir þau atriði sem mynda kjarna persónunnar eins og þið sjáið hana fyrir ykkur.
5. Sögu-útlína 1: Furðufrétt
Veljið ykkur furðulega frétt (þið fenguð ljósrit með nokkrum furðufréttum af http://www.newsoftheweird.com/).
Semjið sögu-útlínu að stuttmynd sem er byggð á þessari furðulegu frétt, þar sem hver sena er ein efnisgrein.
Svarið grundvallarspurningunum 8 (sjá glærur).
Hafið að minnsta kosti 7 senur.
6. Sögu-útlína 2: Þjóðsaga (verkefni 9-11 í glærum)
Veljið ykkur íslenska þjóðsögu (þið fenguð ljósrit í tíma).
Semjið sögu-útlínu að stuttmynd sem er byggð á þessari þjóðsögu.
Ákveðið hver aðalpersónan á að vera.
Ákveðið hvar/hvenær myndin gerist (þið megið færa þjóðsöguna í samtímabúning, eða halda henni í fortíðinni).
Svarið grundvallarspurningunum 8.
Sögu-útlínan á að vera a.m.k. 10 senur.
7. Sögu-útlína 3: Persóna + uppgötvun (verkefni 13 í glærum)
Vinnið með persónuna úr verkefni 1.
Skrifið sögu-útlínu að stuttri mynd þar sem uppgötvun sem persónan gerir gegnir stóru hlutverki (uppgötvunin er annað hvort hvatningaratvikið eða hápunkturinn).
Uppgötvunin verður að gerast í mynd.
Áhorfendur verða að átta sig á því þegar uppgötvunin á sér stað.
Þetta er stutt mynd, ekki bara ein sena.
Hafið uppgötvunina myndræna (persónan á ekki að þurfa að útskýra hana).
Sögu-útlínan á að vera a.m.k. 7 senur.
8. Handrit
Veljið eina sögu-útlínu (1, 2 eða 3).
Skrifið 5-15 bls. handrit í Celtx eftir þessari sögu-útlínu.
Hafið eftirfarandi í huga:
Myndi sagan virka betur ef önnur persóna væri aðalpersóna?
Er hvatinn nógu sterkur til þess að hrinda af stað atburðarásinni? Hvernig má styrkja hann
Ef þú myndir nota aðra aðalpersóna, þarftu þá annan hvata?
Veldur meginhvöt aðalpersónunnar átökum? Af hverju ekki? Er hægt að kveikja átök með því að breyta þessari meginhvöt, eða meginhvöt andstæðingsins? Er aðalpersónan kannski of passíf?
Kemur staðsetningin stemningunni til skila? Myndi það breyta einhverju að bæta inn hljóðum eða myndum?
föstudagur, 14. janúar 2011
Verkefni í handritamöppu
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli