Leikurinn var að mestu leyti ágætur. Reyndar gerðu sum hlutverkin ekki ýkja miklar kröfur. Davíð Þór, Steinn Ármann, Pétur Jóhann og Sveppi virtust vera á "autopilot", hefðu líkast til getað leikið þessi hlutverk í svefni, en voru samt flottir (sérstaklega áttu Pétur og Sveppi eftirminnileg "móment"). Nördin þrjú (Snorri Engilberts, Halla Vilhjálms og ...?) fannst mér einna best. Snorri sýndi fína breidd og túlkaði vandræðalegheit og feimni Dags vel. Ragnheiður slapp sæmilega frá sínu. Ef eitthvað er fannst mér hún svolítið stíf...
þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Astrópía
Farin var hópferð á Astrópíu á sunnudaginn, og mér fannst hún bara nokkuð góð. Myndin er skemmtilega stílfærð og ýkt, og er tilbreyting við þessar dæmigerðu háraunsæju íslensku kvikmyndir.
Segja má að í myndinni takist á tveir heimar: veruleikinn og heimur ímyndunaraflsins (fantasían). En það er samt ekki alveg svo einfalt. Skilin milli heimanna eru óljós, t.d. er flótti Jolla úr fangelsi meira í ætt við The Great Escape en íslenskan veruleika. Rauðhettuatriðið er líka skemmtilegt dæmi um þetta (og líklegast uppáhaldsatriðið mitt í myndinni). Svo rekast heimarnir harkalega á í lokaatriðinu, svo mikið að maður nennir eiginlega ekki að velta fyrir sér hvernig hliðstæða þeirrar senu í veruleikanum hefði getað gengið fyrir sig. En þessi blanda er að mestu leyti vel útfærð, og útkoman er ágætis bíó.
Leikurinn var að mestu leyti ágætur. Reyndar gerðu sum hlutverkin ekki ýkja miklar kröfur. Davíð Þór, Steinn Ármann, Pétur Jóhann og Sveppi virtust vera á "autopilot", hefðu líkast til getað leikið þessi hlutverk í svefni, en voru samt flottir (sérstaklega áttu Pétur og Sveppi eftirminnileg "móment"). Nördin þrjú (Snorri Engilberts, Halla Vilhjálms og ...?) fannst mér einna best. Snorri sýndi fína breidd og túlkaði vandræðalegheit og feimni Dags vel. Ragnheiður slapp sæmilega frá sínu. Ef eitthvað er fannst mér hún svolítið stíf...
Leikurinn var að mestu leyti ágætur. Reyndar gerðu sum hlutverkin ekki ýkja miklar kröfur. Davíð Þór, Steinn Ármann, Pétur Jóhann og Sveppi virtust vera á "autopilot", hefðu líkast til getað leikið þessi hlutverk í svefni, en voru samt flottir (sérstaklega áttu Pétur og Sveppi eftirminnileg "móment"). Nördin þrjú (Snorri Engilberts, Halla Vilhjálms og ...?) fannst mér einna best. Snorri sýndi fína breidd og túlkaði vandræðalegheit og feimni Dags vel. Ragnheiður slapp sæmilega frá sínu. Ef eitthvað er fannst mér hún svolítið stíf...
Mér heyrðist á sumum að þeim fannst myndin frekar hallærisleg - nördin væru of mikil nörd og fantasían meira hlægileg en spennandi. Sú skoðun á alveg rétt á sér, myndin er afskaplega ýkt, og það var greinilega tekinn sá póll í hæðina að reyna ekki að búa til "alvöru" action-senur, heldur hafa þau atriði a léttu nótunum líka. Þetta er kannski svolítið auðveld lausn, en það er ekki oft sem "alvöru" action-senur birtast í íslenskum bíómyndum, og enn sjaldgæfara að þær heppnist vel. Lokabardaginn í Hrafninn flýgur var ágætur. Dettur ykkur fleiri senur/myndir í hug?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli