föstudagur, 17. ágúst 2007

Bíódagar 1

Jæja, þeir kalla þetta að minnsta kosti ekki kvikmyndahátið lengur...
Furðulegt fyrirbæri þessir bíódagar. Yfir árið hlaðast upp hjá dreifingaraðilunum bíómyndir sem þeir tíma ekki að setja í sýningar. Síðan sýna þeir þær allar á einu bretti á tveggja vikna tímabili, nema hvað megnið af myndunum eru komnar út á DVD, og þeir sem virkilega hafa áhuga á þeim eru búnir sjá þær.


Sicko
Líklegast leiðinlegasta mynd Michael Moore til þessa. Vissulega er viðfangsefnið þarft, en Moore stiklar vægast sagt á stóru. Hann einblínir á raunasögur örfárra einstaklinga og ýjar að einhvers konar samsæriskenningu þar sem tryggingafyrirtæki og lyfjarisar greiða ráðamönnum milljónir í formi kosningaframlaga til þess að halda kerfinu eins og það er. Hann fer líka til annarra landa og ýkir mjög kosti heilbrigðiskerfisins í Bretlandi og Frakklandi. Myndin er heldur ekki laus við fáránlega falskar sviðsetningar sem hafa hingað til einkennt myndir Moore. Senan þegar hann þykist reyna að koma sjálfboðaliðunum frá 11. sept í hjúkrun á Guantanamo er í besta falli klígjukennd. Myndir Moore hafa hingað til ekki verið góðar heimildamyndir, en þær hafa þó verið góð skemmtun. Þessi er í raun hvorugt.

Engin ummæli: