fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Harði diskurinn kominn
Fékk loks utanáliggjandi harða diskinn fyrir klippitölvuna. Mæli með því að Ólympíuliðið komi og fái hann hjá mér áður en þeir byrja að klippa.
þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Misstum af Baltasar
Þökk sé klúðrinu í mér þá virðumst við endanlega hafa misst af Baltasar Kormáki - hann er aftur kominn til útlanda og verður þar næstu 3-4 vikurnar a.m.k. Sorrí.
Mæting á morgun er þá 8.55, og við getum vonandi kíkt á endurbætta útgáfu af maraþonmyndum hópa 3 og 4 (trailer og búálfur).
Mæting á morgun er þá 8.55, og við getum vonandi kíkt á endurbætta útgáfu af maraþonmyndum hópa 3 og 4 (trailer og búálfur).
sunnudagur, 24. febrúar 2008
Dagskrá næstu viku
Mánudagur 8.10-9.35
"The Extremes of Cinema". Ég hef alltaf haft gaman af myndum sem reyna á þolmörk þess hvað má í bíómyndum áður en þær hætta að virka (eða hætta að vera bíómyndir). Hversu langt getum við gengið áður en myndin hættir að virka? Ef við fjarlægjum einhvern einn þátt kvikmyndalistarinnar úr myndinni, hvað getur þá komið í staðinn?
Við skoðum a.m.k. eitt reel úr Rope, mynd þar sem eiginlega er ekkert klippt, og La Jetée, mynd sem byggir nær einvörðungu á klippingu.
Mánudagur 16.10-18.00
Höldum áfram með sama þema. Mér dettur helst í hug að sýna Sångar från andra våningen, þar sem lítið sem ekkert er klippt; Happy End sem er bókstaflega öll afturábak; eða Themroc, þar sem ekkert er talað. Vafalítið koma einhverjar fleiri til greina. Einhverjar tillögur?
Miðvikudagur 8.30/8.55-9.35
Ég er búinn að vera að trassa það að reyna að ná í Baltasar Kormák. Nú er það í vinnslu, en ég hef enn ekkert heyrt í honum. Ef hann kemur, þá verður mæting kl. 8.30, annars 8.55. Og þið munið að þið eigið að vera tilbúnir með spurningar.
"The Extremes of Cinema". Ég hef alltaf haft gaman af myndum sem reyna á þolmörk þess hvað má í bíómyndum áður en þær hætta að virka (eða hætta að vera bíómyndir). Hversu langt getum við gengið áður en myndin hættir að virka? Ef við fjarlægjum einhvern einn þátt kvikmyndalistarinnar úr myndinni, hvað getur þá komið í staðinn?
Við skoðum a.m.k. eitt reel úr Rope, mynd þar sem eiginlega er ekkert klippt, og La Jetée, mynd sem byggir nær einvörðungu á klippingu.
Mánudagur 16.10-18.00
Höldum áfram með sama þema. Mér dettur helst í hug að sýna Sångar från andra våningen, þar sem lítið sem ekkert er klippt; Happy End sem er bókstaflega öll afturábak; eða Themroc, þar sem ekkert er talað. Vafalítið koma einhverjar fleiri til greina. Einhverjar tillögur?
Miðvikudagur 8.30/8.55-9.35
Ég er búinn að vera að trassa það að reyna að ná í Baltasar Kormák. Nú er það í vinnslu, en ég hef enn ekkert heyrt í honum. Ef hann kemur, þá verður mæting kl. 8.30, annars 8.55. Og þið munið að þið eigið að vera tilbúnir með spurningar.
sunnudagur, 17. febrúar 2008
Dagskrá næstu viku
Örstutt lína um dagskrána. Afsakið hvað þetta kemur seint, en ég er netsambandslaus þessa dagana.
Mánudagur 8.10-9.35
Ræðum klippingu.
Reynum að koma hlutunum af stað hvað varðar tökudaga. Ef ég verð ekki kominn með neinar pantanir á tökudögum í lok vikunnar, þá verð ég að skipa tökudögum á ykkur sjálfur.
Mánudagur 16.10-18.00
Bíó.
Hugsanlega Killer of Sheep.
Miðvikudagur 8.55-9.35
Klipping.
Mánudagur 8.10-9.35
Ræðum klippingu.
Reynum að koma hlutunum af stað hvað varðar tökudaga. Ef ég verð ekki kominn með neinar pantanir á tökudögum í lok vikunnar, þá verð ég að skipa tökudögum á ykkur sjálfur.
Mánudagur 16.10-18.00
Bíó.
Hugsanlega Killer of Sheep.
Miðvikudagur 8.55-9.35
Klipping.
sunnudagur, 10. febrúar 2008
Dagskrá næstu viku
Mánudagur 8.10-9.35
Komumst að niðurstöðu í bloggfærslumálinu.
Horfum á áhugaverðan þátt um CGI-tæknibrellur (reyndar svolítið gamall og þar af leiðandi úreltur).
Lítum e.t.v. á fleiri sýnidæmi úr Final Cut.
Mánudagur 16.10-18.00
Óvissubíó.
Miðvikudagur: Frí
Hvar eru handritin? Ég er enn sem komið er bara búinn að fá 1 handrit (frá Ólympíuliðinu). Hvar eru öll hin?
Komumst að niðurstöðu í bloggfærslumálinu.
Horfum á áhugaverðan þátt um CGI-tæknibrellur (reyndar svolítið gamall og þar af leiðandi úreltur).
Lítum e.t.v. á fleiri sýnidæmi úr Final Cut.
Mánudagur 16.10-18.00
Óvissubíó.
Miðvikudagur: Frí
Hvar eru handritin? Ég er enn sem komið er bara búinn að fá 1 handrit (frá Ólympíuliðinu). Hvar eru öll hin?
fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Bestu og verstu óskarsverðlaunahafarnir
Edward Copeland á eddieonfilm.blogspot.com er mikill lista-maður, og á hverju ári gerir hann skoðanakönnun um bestu og verstu óskarsverðlaunahafana í einhverjum flokki. Í ár eru það leikararnir. Listinn er nokkuð áhugaverður, og eins og alltaf er athyglisverðast að sjá röksemdafærsluna sem fólk gefur fyrir vali sínu. Það er sérstaklega skemmtilegt að lesa listann yfir verstu leikarana, og alveg ótrúlegt hvað margir eru fúlir yfir sigri Roberto Benigni. Eins smekklaust og það kann að þykja, þá hafði ég bara frekar gaman af þeirri mynd, en ég get alveg verið sammála um það að hann átti ekki að vinna óskarinn.
Hér er listi yfir alla sigurvegarana.
Ég verð að játa að ég hef ekki séð nema 39 af 80 myndum (reyndar nokkrar sem ég hef séð en tel ekki með, vegna þess að ég man ekkert eftir þeim), en hér er mitt val:
5 Bestu bestu leikararnir:
1. Marlon Brando (On the Waterfront)
Þegar Marlon Brando var góður þá var hann langbestur. Ég hef heyrt sögu þess efnis að á fyrsta tökudag lék Brando senuna á tvo mismunandi vegu - annars vegar af alvöru og dýpt og hins vegar yfirborðskennt og letilega. Ef leikstjórinn valdi vitlausa töku gaf Brando skít í myndina og lék illa (á hans mælikvarða) alla myndina. Ef leikstjórinn valdi rétta töku gaf hann sig allan í leikinn og skilaði snilldar-performans. Þetta er einn af þeim. Brando sem fyrrverandi boxarinn Terry er margbrotin og dýnamísk persóna. Hann gerir góða mynd að frábærri mynd. Ég gæti horft á hana bara til þess að horfa á Brando leika.
2. Robert de Niro (Raging Bull)
Ótrúlegur kraftur. Skapar frábæran, trúverðugan karakter og sýnir á sér margar hliðar. Ótrúlegt hvað hann er orðinn einhæfur núna karlinn.
3. James Cagney (Yankee Doodle Dandy)
Ekki beint minn uppáhalds-performans með Cagney. Mér finnst hann persónulega betri í gangster-hlutverkunum (Public Enemy, Roaring Twenties, Angels With Dirty Faces, White Heat). En hann er góður í þessari og sýnir á sér aðra hlið, syngur og dansar og gerir það vel (enda með reynslu af vaudeville og öðru slíku). Cagney er eins og hinn ungi de Niro að því leyti að það er einhver óbeisluð og hættuleg orka í kringum hann, manni finnst alltaf eins og hann geti sprungið.
4. Ray Milland (Lost Weekend)
Fyrir utan 1-2 senur þar sem mér fannst hann ofleika, þá er þetta glæsileg frammistaða. Sjarmerandi en örvæntingarfull bytta, og hann skilar því mjög vel.
5. Marlon Brando (The Godfather)
Frekar óvenjulegt hlutverk fyrir Brando að því leyti að persónan byggir að hluta á förðun og töktum, en hann færir þessu samt vissan trúverðugleika og sannleika. Ein sena stendur upp úr - þegar hann eltir barnabarnið um garðinn með appelsínubörkinn í kjaftinum. Þessi sena er svo ótrúlega sönn og færir persónunni svo mikla dýpt. Og hún er að mestu leyti byggð á spuna Brandos...
5 Verstu bestu leikararnir:
1. Russell Crowe (Gladiator)
Fyrir hvað fékk hann Óskarinn? Ég er yfirleitt ekki hrifinn af Crowe, og frammistaðan í þessari mynd er ekki með hans betri. Og eins var ég ekki hrifinn af honum í A Beautiful Mind. Ef hann hefði einhvern tíma átt að vinna hefði það átt að vera fyrir Insider. Og svo sannarlega ekki fyrir þetta drasl.
2. Tom Hanks (Forrest Gump)
Leikframmistaða sem byggir alfarið á ömurlegum einhæfum töktum sem hann hermdi eftir krakkanum sem lék Forrest ungan. Í mynd sem ég þoli ekki (m.a. vegna leiksins).
3. Roberto Benigni (Life Is Beautiful)
Apalæti + Chaplin-eftirherma = Óskarsverðlaun? Hélt ekki.
4. Rex Harrison (My Fair Lady)
Þegar ég renndi yfir listann og sá að þetta gimp fékk Óskar varð ég ansi hissa. Hann mætti jafnvel fara ofar. Sýnir nákvæmlega enga dýpt í leik sínum, er aldrei trúverðugur og hefur enga útgeislun. En hann talar með enskum hreim!
5. Gary Cooper (Sergeant York)
Einn allra einhæfasti og stífasti leikari allra tíma. Hann fór langt með að eyðileggja fyrir mér Love in the Afternoon. Og hér er hann stífur, tilfinningalaus og óspennandi alla leið í gegn. Þeir sem fíla hann tala um mínímalískan leik. Hann sagði eitt sinn við Elia Kazan (sem leikstýrði On the Waterfront) að trikkið við kvikmyndaleik væri að gera sem minnst. Sú trú hans skín í gegn í flestum hlutverkum hans. Mér finnst óskiljanlegt að hann skuli hafa fengið tvo óskara.
Ég skal alveg játa það að þetta er ekki frumlegasti listi allra tíma, en það verður að hafa það. Jack Nicholson í One Flew Over the Cuckoo's Nest hefði vel getað komist á bestu 5, en frammistaða hans í As Good As It Gets hefði líka alveg getað komist á verstu 5, þ.a. það jafnast út. Eftirhermur eins og Philip Seymour Hoffman í Capote gætu hugsanlega átt erindi á verstu 5. Ég hefði líka viljað koma Charlton Heston í Ben-Hur á verstu 5 (maður ætti kannski að búa til verstu 6 lista, bara fyrir hann?).
Hvað finnst ykkur um listann hans niðurstöður könnunarinnar hjá Copeland?
Hér er listi yfir alla sigurvegarana.
Ég verð að játa að ég hef ekki séð nema 39 af 80 myndum (reyndar nokkrar sem ég hef séð en tel ekki með, vegna þess að ég man ekkert eftir þeim), en hér er mitt val:
5 Bestu bestu leikararnir:
1. Marlon Brando (On the Waterfront)
Þegar Marlon Brando var góður þá var hann langbestur. Ég hef heyrt sögu þess efnis að á fyrsta tökudag lék Brando senuna á tvo mismunandi vegu - annars vegar af alvöru og dýpt og hins vegar yfirborðskennt og letilega. Ef leikstjórinn valdi vitlausa töku gaf Brando skít í myndina og lék illa (á hans mælikvarða) alla myndina. Ef leikstjórinn valdi rétta töku gaf hann sig allan í leikinn og skilaði snilldar-performans. Þetta er einn af þeim. Brando sem fyrrverandi boxarinn Terry er margbrotin og dýnamísk persóna. Hann gerir góða mynd að frábærri mynd. Ég gæti horft á hana bara til þess að horfa á Brando leika.
2. Robert de Niro (Raging Bull)
Ótrúlegur kraftur. Skapar frábæran, trúverðugan karakter og sýnir á sér margar hliðar. Ótrúlegt hvað hann er orðinn einhæfur núna karlinn.
3. James Cagney (Yankee Doodle Dandy)
Ekki beint minn uppáhalds-performans með Cagney. Mér finnst hann persónulega betri í gangster-hlutverkunum (Public Enemy, Roaring Twenties, Angels With Dirty Faces, White Heat). En hann er góður í þessari og sýnir á sér aðra hlið, syngur og dansar og gerir það vel (enda með reynslu af vaudeville og öðru slíku). Cagney er eins og hinn ungi de Niro að því leyti að það er einhver óbeisluð og hættuleg orka í kringum hann, manni finnst alltaf eins og hann geti sprungið.
4. Ray Milland (Lost Weekend)
Fyrir utan 1-2 senur þar sem mér fannst hann ofleika, þá er þetta glæsileg frammistaða. Sjarmerandi en örvæntingarfull bytta, og hann skilar því mjög vel.
5. Marlon Brando (The Godfather)
Frekar óvenjulegt hlutverk fyrir Brando að því leyti að persónan byggir að hluta á förðun og töktum, en hann færir þessu samt vissan trúverðugleika og sannleika. Ein sena stendur upp úr - þegar hann eltir barnabarnið um garðinn með appelsínubörkinn í kjaftinum. Þessi sena er svo ótrúlega sönn og færir persónunni svo mikla dýpt. Og hún er að mestu leyti byggð á spuna Brandos...
5 Verstu bestu leikararnir:
1. Russell Crowe (Gladiator)
Fyrir hvað fékk hann Óskarinn? Ég er yfirleitt ekki hrifinn af Crowe, og frammistaðan í þessari mynd er ekki með hans betri. Og eins var ég ekki hrifinn af honum í A Beautiful Mind. Ef hann hefði einhvern tíma átt að vinna hefði það átt að vera fyrir Insider. Og svo sannarlega ekki fyrir þetta drasl.
2. Tom Hanks (Forrest Gump)
Leikframmistaða sem byggir alfarið á ömurlegum einhæfum töktum sem hann hermdi eftir krakkanum sem lék Forrest ungan. Í mynd sem ég þoli ekki (m.a. vegna leiksins).
3. Roberto Benigni (Life Is Beautiful)
Apalæti + Chaplin-eftirherma = Óskarsverðlaun? Hélt ekki.
4. Rex Harrison (My Fair Lady)
Þegar ég renndi yfir listann og sá að þetta gimp fékk Óskar varð ég ansi hissa. Hann mætti jafnvel fara ofar. Sýnir nákvæmlega enga dýpt í leik sínum, er aldrei trúverðugur og hefur enga útgeislun. En hann talar með enskum hreim!
5. Gary Cooper (Sergeant York)
Einn allra einhæfasti og stífasti leikari allra tíma. Hann fór langt með að eyðileggja fyrir mér Love in the Afternoon. Og hér er hann stífur, tilfinningalaus og óspennandi alla leið í gegn. Þeir sem fíla hann tala um mínímalískan leik. Hann sagði eitt sinn við Elia Kazan (sem leikstýrði On the Waterfront) að trikkið við kvikmyndaleik væri að gera sem minnst. Sú trú hans skín í gegn í flestum hlutverkum hans. Mér finnst óskiljanlegt að hann skuli hafa fengið tvo óskara.
Ég skal alveg játa það að þetta er ekki frumlegasti listi allra tíma, en það verður að hafa það. Jack Nicholson í One Flew Over the Cuckoo's Nest hefði vel getað komist á bestu 5, en frammistaða hans í As Good As It Gets hefði líka alveg getað komist á verstu 5, þ.a. það jafnast út. Eftirhermur eins og Philip Seymour Hoffman í Capote gætu hugsanlega átt erindi á verstu 5. Ég hefði líka viljað koma Charlton Heston í Ben-Hur á verstu 5 (maður ætti kannski að búa til verstu 6 lista, bara fyrir hann?).
Hvað finnst ykkur um listann hans niðurstöður könnunarinnar hjá Copeland?
Skoðanakönnun 2: Mildi eða gengisfelling á námi?
Í kjölfar viðbragða við síðustu færslu, er ég tvístígandi. Ég sé það núna að ég hefði a.m.k. átt að bera ákvörðunina undir hópinn áður en hún var tekin. Að vissu leyti er þessi tilslökun hluti af viðbragði mínu við því hvernig ég kenndi námskeiðið síðast. Þá lenti ég á villigötum í hina áttina, og lagði allt of mikið lesefni á liðið. Ég held að þá hafi verið einhverjar 300-400 blaðsíður af tyrfinni kvikmyndafræði til prófsins, sumt nánast óskiljanlegt (t.d. hrikaleg grein um merkingarfræði kvikmynda). Kannski finn ég einhvern meðalveg næst.
Nokkur atriði til umhugsunar:
Nokkur atriði til umhugsunar:
- Mun þetta virka letjandi á bloggkónginn og hirð hans? Það er ekki eins og það sé bannað að gera fleiri en 50 færslur...
- Mun þetta einhverju máli skipta fyrir þá sem eru verst staddir? Skiptir það t.d. Hjálmar einhverju máli hvort hann eigi 60 færslur eftir, eða bara 50?
- Er eftirsóknarvert að hafa fyrirkomulagið þannig að hinir frestanahneigðu sitji sveittir yfir tölvunni dögunum saman dagana fyrir prófin þegar þeir ættu að vera að læra fyrir stúdentspróf? Myndu þeir kannski bara fresta lærdómnum hvort eð er? Er eitthvað annað fyrirkomulag sem myndi henta betur?
- Er fyrirgjöfin kannski á villigötum? Er ekki betra að gefa fyrir gæði frekar en magn, og verðlauna þá sem leggja metnað í hverja færslu, þó þeir nái kannski ekki alveg að gera jafn margar færslur. Mætti finna einhvern meðalveg í þessum efnum? Ég er alveg á því að ég vil frekar lesa 20 vandaðar og metnaðarfullar færslur en 30 lágmarksfærslur sem eru flestar skrifaðar til þess að fylla upp í kvóta.
- Ef þið viljið að síðasta færsla haldist þá kjósið þið "Já".
- Ef þið viljið að hlutirnir haldist óbreyttir miðað við haustönn þá kjósið þið "Nei".
- Ef þið viljið taka kerfið til gagngerrar endurskoðunar, t.d. auka kröfur á hverja færslu en fækka færslunum eða gefa fyrir samkvæmt einhverri flókinni formúlu þar sem metnaður, dugnaður, gæði, magn og frumleiki koma við sögu (getur Jón ekki búið til eitthvað slíkt?) þá veljið þið þriðja kostinn.
miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Tilslökun
Ég hef verið að hugleiða kröfurnar sem ég geri til ykkar varðandi bloggin, og hef komist að þeirri niðurstöðu að slaka aðeins á þeim: Á vorönn verður lágmarksfjöldi bloggfærslna 20 í stað 30. Þetta þýðir að heildarfjöldi færslna verður að vera 50 til þess að fullt hús stiga sé gefið. Til þess að hvetja þá til dáða sem ekki fylltu í kvótann á haustönn, verður vorönn látin vega þyngra í þeirra tilviki (þ.e.a.s. ef þeir bæta sig).
Ástæður þessarar óvæntu tilslökunar eru tvær:
Ástæður þessarar óvæntu tilslökunar eru tvær:
- Þið gerið fleiri og stærri verkefni á þessari önn (og hafið auk þess nóg að gera í öðrum fögum).
- Ég er búinn að vera ótrulega lélegur í blogginu upp á síðkastið, og finnst ég vera argasti hræsnari að gera kröfur til ykkar sem ég uppfylli ekki sjálfur.
sunnudagur, 3. febrúar 2008
Dagskrá næstu viku
Mánudagur 8.10-9.35
Skoðum klippitölvuna svolítið. Við förum m.a. í það hvaða vinnulag best er að hafa við innskráningu myndefnis, grófklippingu og annað tilfallandi. Gott væri ef þeir sem hafa reynslu af því að klippa í Final Cut miðli af reynslu sinni.
Mánudagur 16.10-18.00
Mér sýnist á öllu að Devil's Backbone verði fyrir valinu.
Miðvikudagur 8.55-9.35
Ræðum klippitölvuna og klippingu frekar.
Ræðum stöðuna á handritinu.
Föstudagur kl. 23:59:59
Skilafrestur á handritinu. Sendist á sigurdurp(hjá)mr.is, í .pdf formati, skrifað út úr celtx.
Skoðum klippitölvuna svolítið. Við förum m.a. í það hvaða vinnulag best er að hafa við innskráningu myndefnis, grófklippingu og annað tilfallandi. Gott væri ef þeir sem hafa reynslu af því að klippa í Final Cut miðli af reynslu sinni.
Mánudagur 16.10-18.00
Mér sýnist á öllu að Devil's Backbone verði fyrir valinu.
Miðvikudagur 8.55-9.35
Ræðum klippitölvuna og klippingu frekar.
Ræðum stöðuna á handritinu.
Föstudagur kl. 23:59:59
Skilafrestur á handritinu. Sendist á sigurdurp(hjá)mr.is, í .pdf formati, skrifað út úr celtx.
laugardagur, 2. febrúar 2008
Hrollvekjusinfónía og Nosferatu í Salnum á morgun (sunnudag)
Á morgun kl. 17 verður Nosferatu í leikstjórn F.W. Murnau sýnd í Salnum í Kópavogi, við lifandi undirleik. Tónlistin er eftir danska tónskáldið Helle Solberg. Það eru líka pallborðsumræður um þýska expressjónismann (ein af mínum uppáhalds kvikmyndastefnum) og vampírugoðsögnina. Frekari upplýsingar má nálgast hér.
Ég mæli eindregið með að menn kíki. Nosferatu er mögnuð mynd, og það eru forréttindi að fá að sjá hana með lifandi undirleik, sérstaklega ef um almennilega tónlist er að ræða (sem ég abyrgist ekki, enda hef ég ekki heyrt tónlist Solbergs við myndina). Nosferatu er nefnilega sorglegt dæmi um þögla mynd sem ansi erfitt er að nálgast með almennilegri tónlist. Það eru örugglega til 10 mismunandi DVD-útgáfur af myndinni bara í Evrópu, með misgóðum myndgæðum og líklegast 7-8 mismunandi tónverkum undir. Ég hef t.d. séð hana með hrottalega lélegri elektró-tónlist sem fór langt með að eyðileggja stemninguna í myndinni.
Ég mæli eindregið með að menn kíki. Nosferatu er mögnuð mynd, og það eru forréttindi að fá að sjá hana með lifandi undirleik, sérstaklega ef um almennilega tónlist er að ræða (sem ég abyrgist ekki, enda hef ég ekki heyrt tónlist Solbergs við myndina). Nosferatu er nefnilega sorglegt dæmi um þögla mynd sem ansi erfitt er að nálgast með almennilegri tónlist. Það eru örugglega til 10 mismunandi DVD-útgáfur af myndinni bara í Evrópu, með misgóðum myndgæðum og líklegast 7-8 mismunandi tónverkum undir. Ég hef t.d. séð hana með hrottalega lélegri elektró-tónlist sem fór langt með að eyðileggja stemninguna í myndinni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)