sunnudagur, 24. febrúar 2008

Dagskrá næstu viku

Mánudagur 8.10-9.35
"The Extremes of Cinema". Ég hef alltaf haft gaman af myndum sem reyna á þolmörk þess hvað má í bíómyndum áður en þær hætta að virka (eða hætta að vera bíómyndir). Hversu langt getum við gengið áður en myndin hættir að virka? Ef við fjarlægjum einhvern einn þátt kvikmyndalistarinnar úr myndinni, hvað getur þá komið í staðinn?
Við skoðum a.m.k. eitt reel úr Rope, mynd þar sem eiginlega er ekkert klippt, og La Jetée, mynd sem byggir nær einvörðungu á klippingu.

Mánudagur 16.10-18.00
Höldum áfram með sama þema. Mér dettur helst í hug að sýna Sångar från andra våningen, þar sem lítið sem ekkert er klippt; Happy End sem er bókstaflega öll afturábak; eða Themroc, þar sem ekkert er talað. Vafalítið koma einhverjar fleiri til greina. Einhverjar tillögur?

Miðvikudagur 8.30/8.55-9.35
Ég er búinn að vera að trassa það að reyna að ná í Baltasar Kormák. Nú er það í vinnslu, en ég hef enn ekkert heyrt í honum. Ef hann kemur, þá verður mæting kl. 8.30, annars 8.55. Og þið munið að þið eigið að vera tilbúnir með spurningar.

5 ummæli:

Bóbó sagði...

Ég vil hér með biðjast afsökunar fyrir hönd Ólympíuliðsins, að við höfum ekki mætt í bíótímann í dag. Við þurftum að ná dagsljósinu í tökum.

Marinó Páll sagði...

Vá hvað þessi mynd var mikil snilld. Kom ekkert smá mikið á óvart. Bravó!

Björn Brynjúlfur sagði...

Hvenær er mæting á morgun? 8:30 eða 8:55?

Siggi Palli sagði...

Skil vel að Ólympíuliðið hafi viljað nýta tímann í upptökur. Þið getið nálgast Happy End hjá mér við tækifæri.

Bóbó sagði...

Geggjað, af því sem ég hef heyrt var þetta algjör snilld