laugardagur, 2. febrúar 2008

Hrollvekjusinfónía og Nosferatu í Salnum á morgun (sunnudag)

Á morgun kl. 17 verður Nosferatu í leikstjórn F.W. Murnau sýnd í Salnum í Kópavogi, við lifandi undirleik. Tónlistin er eftir danska tónskáldið Helle Solberg. Það eru líka pallborðsumræður um þýska expressjónismann (ein af mínum uppáhalds kvikmyndastefnum) og vampírugoðsögnina. Frekari upplýsingar má nálgast hér.
Ég mæli eindregið með að menn kíki. Nosferatu er mögnuð mynd, og það eru forréttindi að fá að sjá hana með lifandi undirleik, sérstaklega ef um almennilega tónlist er að ræða (sem ég abyrgist ekki, enda hef ég ekki heyrt tónlist Solbergs við myndina). Nosferatu er nefnilega sorglegt dæmi um þögla mynd sem ansi erfitt er að nálgast með almennilegri tónlist. Það eru örugglega til 10 mismunandi DVD-útgáfur af myndinni bara í Evrópu, með misgóðum myndgæðum og líklegast 7-8 mismunandi tónverkum undir. Ég hef t.d. séð hana með hrottalega lélegri elektró-tónlist sem fór langt með að eyðileggja stemninguna í myndinni.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já þetta er soldið áhugavert, getum við búist við því að hækka í kennaraeinkunn ef við mætum?

kv.Gummi

Nafnlaus sagði...

ertu sem sagt að leggja til við skrópum í bíómyndatímanum til að geta farið að sjá þetta?

Siggi Palli sagði...

Bjarki: Ég sé ekki alveg hvernig þetta tengist því hvort þið mætið í bíómyndatímann eða ekki. Þetta er einfaldlega spennandi viðburður.

Gummi: Það segir sig sjálft að ef þið farið á sýninguna og bloggið um hana þá hækkið þið í áliti...

Nafnlaus sagði...

úff, ég er nú meiri steikin!!! Smá dagaruglingur í gangi