laugardagur, 3. nóvember 2007

Fyrirlestrar í næstu viku

Mánudagur kl. 8.10-9.35
Fyrstu fjórir fyrirlestrarnir.
Kurosawa, Bergman, Wilder og Murnau hóparnir flytja fyrirlestrana sína. Til þess að halda góðu flæði væri best að Kurosawa-hópurinn sé tilbúinn um leið og hringir inn, og að hinir hóparnir hafi fyrirlesturinn sinn á USB-lykli, flakkara eða geisladiski, svo við þurfum ekki að treysta á netið.

Miðvikudagur 8.10-9.35
Restin af fyrirlestrunum.
Polanski, Truffaut og Fritz Lang hóparnir flytja sína fyrirlestra. Sömu fyrirmæli gilda hér - fyrsti hópurinn skal vera tilbúinn þegar hringir inn, og allir hópar skulu hafa fyrirlesturinn á USB-lykli, flakkara eða geisladiski. Það er ekki slæm hugmynd að hafa backup - t.d. bæði USB-lykil og geisladisk, ef eitthvað skyldi klikka.

Við sleppum kvikmyndasýningu þessa vikuna.

Engin ummæli: