sunnudagur, 25. nóvember 2007

Áætlun næstu viku

Ég er búinn að vera syndsamlega latur við þetta blogg upp á síðkastið, eiginlega lítið skárri en þeir sem ég hef verið að skamma. Ég sem ætlaði að vera góð fyrirmynd - það entist rétt fram yfir kvikmyndahátíð, svo missti ég dampinn...

Mánudagur
8:10-9:35


Alexander, Andrés og Emil frumsýna stuttmynd
Höfum þetta kannski í seinni tímanum svo að sem flestir sjái hana.

Segjum skilið við FDF
Lítum yfir 17. og seinasta kaflann í Film Directing Fundamentals, undir yfirskriftinni "Hvað næst?"

Ef við höfum tíma lítum við kannski á eina stuttmynd. Ég er búinn að vera allt of latur við að sýna ykkur stuttmyndir, þrátt fyrir að þetta sé formið sem við erum að vinna með í verklega þættinum. Coming to Town er lokaverkefni úr einhverjum skóla (man ekki hvaða) - ansi hress jóla- semi-hryllingsmynd. West Bank Story er West Side Story nema milli Ísraela og Palestínumanna.

16:10-18:00
Bíómynd. Hint: við erum enn ekki búnir að horfa á mynd frá Asíu.

Miðvikudagur 8.10-9.35
Seinustu þrjá tímana í haust ætlum við að horfa á óð Martin Scorsese til bandarískrar kvikmyndasögu.

1 ummæli:

Jón sagði...

Eru tveir tímar á morgun?