Alexander
Alls 6 færslur
Fínar færslur samt.
2,5
Andrés
Alls 25 færslur (held ég). Einhverjir tæknilegir örðugleikar á síðunni, þ.a. ég er ekki með þetta allt fyrir framan mig.
Yfirleitt mjög fínar færslur.
8,5
Ari
Akkúrat 30 færslur!
Færslur í hæsta gæðaflokki.
10+
Arnar
20 færslur
Allar góðar (nema Family Guy færslan – sem var eiginlega ekki færsla).
8,5
Aron
Bara 5 færslur
En virkilega fínar færslur – verð að taka tillit til þess.
4,0
Árni
22 færslur.
Allt hágæðafærslur og ansi margar sem gætu talist sem fleiri en ein færsla.
9,5
Birkir
Tekur þetta á lokasprettinum, 31 færsla.
Færslurnar uppfylla almennt kröfur og það er flott “touch” að linka í youtube-klipp.
Færslurnar standast samt ekki alveg samanburð við þær allra bestu – eru oft svona lágmarksfærslur, þ.a. mér finnst ég ekki geta gefið alveg fullt hús stiga.
9,5
Bjarki
28 færslur.
Velflestar ansi fínar.
9,5
Björn
31 færsla. Allar vel yfir meðallagi og margar mjög fínar.
10
Daníel
Frekar slappt. Bara tvær færslur!
Þarft að taka þig vel á á vorönn.
1,0
Einar
18 færslur
Flestar mjög fínar og nokkrar sem mætti alveg telja sem fleiri en eina.
8,0
Emil
18 færslur.
Langflestar mjög fínar og stuttmyndirnar eru góð viðbót. Það gæti verið skemmtilegt að fá Húsið inn líka.
7,5
Eyjólfur
30 færslur, öflugur lokasprettur.
Mjög fínar færslur, varla veikan blett að finna.
10
Gísli
30 færslur (eiginlega 29, sú fyrsta telst varla með).
Langflestar uppfylla þær kröfur, en margar gera ekki mikið meira en það. Ágætis-blog, en stenst ekki alveg samanburð við þau bestu.
9,5
Guðmundur
8 færslur.
Allar mjög góðar, færð smá plús fyrir það.
4,5
Hjálmar
Ekki flókin útreikningur hér: 0 færslur = 0,0.
0,0
Hlynur
19 færslur.
Við fyrstu sýn virðast færslurna hálf-mínimalískar, en þegar ég les yfir þetta þá eru þær flestar nokkuð fínar.
7,0
Ingi
30 færslur, þar af 25 fyrstu vikuna í desember. Hlýtur að vera magnaðasti endaspretturinn, a.m.k. hvað færslufjölda varðar.
Færslurnar eru margar ágætar, en sýna samt ekki alveg sama metnað og hjá þeim bestu. Sumar færslurnar eru í styttri kantinum, þótt þær uppfylli kannski alveg kröfurnar.
9,5
Ingólfur
Bloggkóngurinn.
35 færslur, allar í hæsta gæðaflokki og margar alveg hreint epískar.
10+++
Jón
33 færslur. Magnaður lokasprettur, einn sá rosalegasti hvað orðafjölda snertir (Ingi vinnur fyrir færslufjölda).
Færslurnar eru í hæsta gæðaflokki og bara alls ekkert fjarri Bóbó. Þær hefðu mátt koma fyrr svo maður hefði haft tíma til þess að lesa þetta yfir í makindum, en ekki í miðju jólaprófastressinu.
10++
Marinó
25 færslur.
Allar standast kröfur og nokkrar ansi góðar.
9,0
Óskar
30 færslur.
Standast kröfur og eru á köflum mjög fínar.
10
Robert
26 færslur.
Almennt séð fínar færslur og standast kröfur.
Samt ekki eins kjötmiklar og hjá toppunum...
9,0
Svavar
Undanþeginn einkunn en ég hvet hann samt til þess að halda blogginu við, enda er það lykilþáttur í námskeiðinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli