Hér koma loks umsagnirnar um fyrirlestrana. Ég setti nú ekki fram neinar rosalegar kröfur fyrirfram og mér finnst allir fyrirlestrarnir uppfylla þær kröfur sem ég setti fram. Mismunur á einkunnum byggist því að mestu á smáatriðum og smávægilegum gæðamun.
Kurosawa
Bjarki
Hlynur
Robert
Daníel
Lengdin í fínu lagi.
Hefði viljað sjá powerpoint.
Hefði helst viljað sjá myndbrot úr Rashomon.
Flott myndbrot úr Seven Samurai.
Nefndu mikið af myndum og leikstjórum sem eru undir áhrifum frá Kurosawa. Vel gert. Hefðu mátt minnast á Star Wars tenginguna.
Margt í greiningunni var gott (t.d. minnst á vestræn áhrif í myndum hans), en sumt var á gráu svæði (það er varla hægt að segja að einfaraminnið hafi verið eitthvað nýtt á tímum Kurosawa).
Eyjólfur
Andrés
Emil
Mjög góður fyrirlestur.
Flott auglýsing fyrir Bergman. Eftir fyrirlesturinn dauðlangaði mig til þess að sjá Bergman mynd, og ég held að það hafi vaknað áhugi á Bergman hjá ansi mörgum.
Æviágripið var mjög fínt.
Margt gott í greiningunni – áhersla á kristin tákn o.s.frv.
Mjög góð klipp.
10
Ingólfur
Ari
Marinó
Árni
Fínn fyrirlestur.
Gott æviágrip.
Fín umfjöllun um helstu myndir.
Sýnishornin voru mjög fín.
Flutt með tilþrifum.
9,5
Jón
Arnar
Björn
Ágætis fyrirlestur.
Æviágripið var ansi gott fyrir utan furðulega sagnfræðilega vitleysu (ég leyfi mér að efast um að Murnau hafi gert áróðursmyndir fyrir nasista árið 1918).
Umfjöllunin um Nosferatu og Last Laugh var mjög góð.
Mér fannst Sunrise afgreidd einum of fljótt – þetta er almennt talin með bestu myndum þögla tímabilsins og hún fékk sérstök verðlaun á fyrstu óskarsverðlaunahátíðinni.
Fyrirlesturinn var í lengri kantinum (ca. 25 mínútur).
Flott klipp.
9,0
Birkir
Óskar
Einar
Fínn fyrirlestur.
Flott æviágrip (enda ansi rosaleg ævi).
Mjög flott klipp úr Fearless Vampire Killers og líka skemmtilegt klipp úr Chinatown.
Blaðlaust en samt fínt flæði. Impressive.
9,5
Hjálmar
Aron
Ingi
Guðmundur
Ágætis fyrirlestur.
Ágætis æviágrip.
Kom inn á feril hans hjá Cahiers du Cinema, sem er enda mjög mikilvægur.
Hefði kannski mátt setja hann betur í sögulegt samhengi, segja t.d. svolítið frá Nouvell vogue (frönsku New Wave) stefnunni og samtímamönnum hans.
Það hefði verið auðveldara að fylgjast með ef við hefðum fengið titlana á myndunum líka á einhverju tungumáli sem við skiljum (ensku, íslensku), þó ekki væri nema á glærunum.
Klippin úr 400 blows voru fín, en ég hefði viljað sjá texta á þeim. Þetta er að vissu leyti mér að kenna (ég sýndi ykkur ekki hvernig má breyta textaskránni til þess að hún passi við svona sýnishorn), en þetta eyðilagði engu að síður svolítið fyrir.
Skemmtilegt klipp úr Shoot the Pianist.
9,0
Svavar
Alexander
Gísli
Ágætis fyrirlestur en við þurftum að bíða ansi lengi eftir honum.
Æviágripið og textinn er almennt mjög góður.
Flutningurinn er misgóður.
Sýnishornið úr M var mjög vel valið. Ég hefði líka verið til í að sjá skotið þegar blaðran fer upp í loftið...
Annars fannst mér skotin sérlega skringilega valin. Hverjum finnst sinn fugl fagur og allt það, en að sýna samtalssenu á skrifstofu úr Metropolis fremur en allar þær stórkostlega áhrifamiklu senur sem þar er að finna finnst mér stórfurðulegt.
8,5
4 ummæli:
Hver verða fyrirlestrarefnin á næstu önn? Eru það aftur leikstjórar?
Á að byrja undirbúa sig strax?
Auðvitað. Ætlar þú bara að koma óundirbúinn úr jólafríinu?
Ég hafði hugsað mér að hafa samtímaleikstjóra í seinni fyrirlestrinum. Samt ekki Hollywood-leikstjóra, heldur leikstjóra sem þið hafið líklegast ekki séð myndir eftir, a.m.k. ekki margar myndir. Sem sagt ekki Spielberg eða David Fincher eða svoleiðist gaura. Ég er búinn að búa til smá lista yfir þá sem mér datt helst í hug. Ég skal bara skella honum inn.
Skrifa ummæli