sunnudagur, 13. janúar 2008

Næsta vika

Mánudagur 8.10-9.35
Umfjöllun um handrit. Grunnurinn er fyrsti hluti Story eftir Robert McKee. Bókin verður seint sagt læsileg, en ég ætla að reyna að kjarna það gagnlegasta/áhugaverðasta fyrir ykkur. Seinna verður líka notast við aðrar bækur, t.d. On Screen Writing eftir Edward Dmytryk (margfalt læsilegri en McKee, en ekki eins góð og bækur Dmytryks um leikstjórn og klippingu), Writing a Screenplay eftir John Costello (ekkert sérstök bók, en aðgengileg), Writing the Short Film eftir Pat Cooper og Ken Dancyger (nokkuð áhugaverð).

Mánudagur 16.10-18.00
Bíó.
Við höldum okkur í Asíu og myndin er innan við 10 ára gömul. Annað segi ég ekki.

Miðvikudagur 8.55-9.35
Höldum áfram á sömu nótum og á mánudagsmorgni.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki segja mér að yfirferð yfir klippingu sé lokið? :O

Nafnlaus sagði...

á þá við fyrir utan verklegt

Siggi Palli sagði...

Yfirferð á klippingu er ekki hafin. Það eru 3 vikur í það.