fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Bestu og verstu óskarsverðlaunahafarnir
Edward Copeland á eddieonfilm.blogspot.com er mikill lista-maður, og á hverju ári gerir hann skoðanakönnun um bestu og verstu óskarsverðlaunahafana í einhverjum flokki. Í ár eru það leikararnir. Listinn er nokkuð áhugaverður, og eins og alltaf er athyglisverðast að sjá röksemdafærsluna sem fólk gefur fyrir vali sínu. Það er sérstaklega skemmtilegt að lesa listann yfir verstu leikarana, og alveg ótrúlegt hvað margir eru fúlir yfir sigri Roberto Benigni. Eins smekklaust og það kann að þykja, þá hafði ég bara frekar gaman af þeirri mynd, en ég get alveg verið sammála um það að hann átti ekki að vinna óskarinn.
Hér er listi yfir alla sigurvegarana.
Ég verð að játa að ég hef ekki séð nema 39 af 80 myndum (reyndar nokkrar sem ég hef séð en tel ekki með, vegna þess að ég man ekkert eftir þeim), en hér er mitt val:
5 Bestu bestu leikararnir:
1. Marlon Brando (On the Waterfront)
Þegar Marlon Brando var góður þá var hann langbestur. Ég hef heyrt sögu þess efnis að á fyrsta tökudag lék Brando senuna á tvo mismunandi vegu - annars vegar af alvöru og dýpt og hins vegar yfirborðskennt og letilega. Ef leikstjórinn valdi vitlausa töku gaf Brando skít í myndina og lék illa (á hans mælikvarða) alla myndina. Ef leikstjórinn valdi rétta töku gaf hann sig allan í leikinn og skilaði snilldar-performans. Þetta er einn af þeim. Brando sem fyrrverandi boxarinn Terry er margbrotin og dýnamísk persóna. Hann gerir góða mynd að frábærri mynd. Ég gæti horft á hana bara til þess að horfa á Brando leika.
2. Robert de Niro (Raging Bull)
Ótrúlegur kraftur. Skapar frábæran, trúverðugan karakter og sýnir á sér margar hliðar. Ótrúlegt hvað hann er orðinn einhæfur núna karlinn.
3. James Cagney (Yankee Doodle Dandy)
Ekki beint minn uppáhalds-performans með Cagney. Mér finnst hann persónulega betri í gangster-hlutverkunum (Public Enemy, Roaring Twenties, Angels With Dirty Faces, White Heat). En hann er góður í þessari og sýnir á sér aðra hlið, syngur og dansar og gerir það vel (enda með reynslu af vaudeville og öðru slíku). Cagney er eins og hinn ungi de Niro að því leyti að það er einhver óbeisluð og hættuleg orka í kringum hann, manni finnst alltaf eins og hann geti sprungið.
4. Ray Milland (Lost Weekend)
Fyrir utan 1-2 senur þar sem mér fannst hann ofleika, þá er þetta glæsileg frammistaða. Sjarmerandi en örvæntingarfull bytta, og hann skilar því mjög vel.
5. Marlon Brando (The Godfather)
Frekar óvenjulegt hlutverk fyrir Brando að því leyti að persónan byggir að hluta á förðun og töktum, en hann færir þessu samt vissan trúverðugleika og sannleika. Ein sena stendur upp úr - þegar hann eltir barnabarnið um garðinn með appelsínubörkinn í kjaftinum. Þessi sena er svo ótrúlega sönn og færir persónunni svo mikla dýpt. Og hún er að mestu leyti byggð á spuna Brandos...
5 Verstu bestu leikararnir:
1. Russell Crowe (Gladiator)
Fyrir hvað fékk hann Óskarinn? Ég er yfirleitt ekki hrifinn af Crowe, og frammistaðan í þessari mynd er ekki með hans betri. Og eins var ég ekki hrifinn af honum í A Beautiful Mind. Ef hann hefði einhvern tíma átt að vinna hefði það átt að vera fyrir Insider. Og svo sannarlega ekki fyrir þetta drasl.
2. Tom Hanks (Forrest Gump)
Leikframmistaða sem byggir alfarið á ömurlegum einhæfum töktum sem hann hermdi eftir krakkanum sem lék Forrest ungan. Í mynd sem ég þoli ekki (m.a. vegna leiksins).
3. Roberto Benigni (Life Is Beautiful)
Apalæti + Chaplin-eftirherma = Óskarsverðlaun? Hélt ekki.
4. Rex Harrison (My Fair Lady)
Þegar ég renndi yfir listann og sá að þetta gimp fékk Óskar varð ég ansi hissa. Hann mætti jafnvel fara ofar. Sýnir nákvæmlega enga dýpt í leik sínum, er aldrei trúverðugur og hefur enga útgeislun. En hann talar með enskum hreim!
5. Gary Cooper (Sergeant York)
Einn allra einhæfasti og stífasti leikari allra tíma. Hann fór langt með að eyðileggja fyrir mér Love in the Afternoon. Og hér er hann stífur, tilfinningalaus og óspennandi alla leið í gegn. Þeir sem fíla hann tala um mínímalískan leik. Hann sagði eitt sinn við Elia Kazan (sem leikstýrði On the Waterfront) að trikkið við kvikmyndaleik væri að gera sem minnst. Sú trú hans skín í gegn í flestum hlutverkum hans. Mér finnst óskiljanlegt að hann skuli hafa fengið tvo óskara.
Ég skal alveg játa það að þetta er ekki frumlegasti listi allra tíma, en það verður að hafa það. Jack Nicholson í One Flew Over the Cuckoo's Nest hefði vel getað komist á bestu 5, en frammistaða hans í As Good As It Gets hefði líka alveg getað komist á verstu 5, þ.a. það jafnast út. Eftirhermur eins og Philip Seymour Hoffman í Capote gætu hugsanlega átt erindi á verstu 5. Ég hefði líka viljað koma Charlton Heston í Ben-Hur á verstu 5 (maður ætti kannski að búa til verstu 6 lista, bara fyrir hann?).
Hvað finnst ykkur um listann hans niðurstöður könnunarinnar hjá Copeland?
Hér er listi yfir alla sigurvegarana.
Ég verð að játa að ég hef ekki séð nema 39 af 80 myndum (reyndar nokkrar sem ég hef séð en tel ekki með, vegna þess að ég man ekkert eftir þeim), en hér er mitt val:
5 Bestu bestu leikararnir:
1. Marlon Brando (On the Waterfront)
Þegar Marlon Brando var góður þá var hann langbestur. Ég hef heyrt sögu þess efnis að á fyrsta tökudag lék Brando senuna á tvo mismunandi vegu - annars vegar af alvöru og dýpt og hins vegar yfirborðskennt og letilega. Ef leikstjórinn valdi vitlausa töku gaf Brando skít í myndina og lék illa (á hans mælikvarða) alla myndina. Ef leikstjórinn valdi rétta töku gaf hann sig allan í leikinn og skilaði snilldar-performans. Þetta er einn af þeim. Brando sem fyrrverandi boxarinn Terry er margbrotin og dýnamísk persóna. Hann gerir góða mynd að frábærri mynd. Ég gæti horft á hana bara til þess að horfa á Brando leika.
2. Robert de Niro (Raging Bull)
Ótrúlegur kraftur. Skapar frábæran, trúverðugan karakter og sýnir á sér margar hliðar. Ótrúlegt hvað hann er orðinn einhæfur núna karlinn.
3. James Cagney (Yankee Doodle Dandy)
Ekki beint minn uppáhalds-performans með Cagney. Mér finnst hann persónulega betri í gangster-hlutverkunum (Public Enemy, Roaring Twenties, Angels With Dirty Faces, White Heat). En hann er góður í þessari og sýnir á sér aðra hlið, syngur og dansar og gerir það vel (enda með reynslu af vaudeville og öðru slíku). Cagney er eins og hinn ungi de Niro að því leyti að það er einhver óbeisluð og hættuleg orka í kringum hann, manni finnst alltaf eins og hann geti sprungið.
4. Ray Milland (Lost Weekend)
Fyrir utan 1-2 senur þar sem mér fannst hann ofleika, þá er þetta glæsileg frammistaða. Sjarmerandi en örvæntingarfull bytta, og hann skilar því mjög vel.
5. Marlon Brando (The Godfather)
Frekar óvenjulegt hlutverk fyrir Brando að því leyti að persónan byggir að hluta á förðun og töktum, en hann færir þessu samt vissan trúverðugleika og sannleika. Ein sena stendur upp úr - þegar hann eltir barnabarnið um garðinn með appelsínubörkinn í kjaftinum. Þessi sena er svo ótrúlega sönn og færir persónunni svo mikla dýpt. Og hún er að mestu leyti byggð á spuna Brandos...
5 Verstu bestu leikararnir:
1. Russell Crowe (Gladiator)
Fyrir hvað fékk hann Óskarinn? Ég er yfirleitt ekki hrifinn af Crowe, og frammistaðan í þessari mynd er ekki með hans betri. Og eins var ég ekki hrifinn af honum í A Beautiful Mind. Ef hann hefði einhvern tíma átt að vinna hefði það átt að vera fyrir Insider. Og svo sannarlega ekki fyrir þetta drasl.
2. Tom Hanks (Forrest Gump)
Leikframmistaða sem byggir alfarið á ömurlegum einhæfum töktum sem hann hermdi eftir krakkanum sem lék Forrest ungan. Í mynd sem ég þoli ekki (m.a. vegna leiksins).
3. Roberto Benigni (Life Is Beautiful)
Apalæti + Chaplin-eftirherma = Óskarsverðlaun? Hélt ekki.
4. Rex Harrison (My Fair Lady)
Þegar ég renndi yfir listann og sá að þetta gimp fékk Óskar varð ég ansi hissa. Hann mætti jafnvel fara ofar. Sýnir nákvæmlega enga dýpt í leik sínum, er aldrei trúverðugur og hefur enga útgeislun. En hann talar með enskum hreim!
5. Gary Cooper (Sergeant York)
Einn allra einhæfasti og stífasti leikari allra tíma. Hann fór langt með að eyðileggja fyrir mér Love in the Afternoon. Og hér er hann stífur, tilfinningalaus og óspennandi alla leið í gegn. Þeir sem fíla hann tala um mínímalískan leik. Hann sagði eitt sinn við Elia Kazan (sem leikstýrði On the Waterfront) að trikkið við kvikmyndaleik væri að gera sem minnst. Sú trú hans skín í gegn í flestum hlutverkum hans. Mér finnst óskiljanlegt að hann skuli hafa fengið tvo óskara.
Ég skal alveg játa það að þetta er ekki frumlegasti listi allra tíma, en það verður að hafa það. Jack Nicholson í One Flew Over the Cuckoo's Nest hefði vel getað komist á bestu 5, en frammistaða hans í As Good As It Gets hefði líka alveg getað komist á verstu 5, þ.a. það jafnast út. Eftirhermur eins og Philip Seymour Hoffman í Capote gætu hugsanlega átt erindi á verstu 5. Ég hefði líka viljað koma Charlton Heston í Ben-Hur á verstu 5 (maður ætti kannski að búa til verstu 6 lista, bara fyrir hann?).
Hvað finnst ykkur um listann hans niðurstöður könnunarinnar hjá Copeland?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
have some manners and don't hotlink to my images!
Sorry about that. It's gone now.
naunaunau, farið illa með Sigga Palla... Ég er greinilega rosalegur illi varðandi leikinn. Finnst reyndar Russel Crowe ekki eiga skilið neitt fyrir Gladiator en ég diggaði Hanks í Forrest Gump og finnst það geggjuð mynd líka. Hef ekki séð On The Waterfront en De Niro og Milland eru báðir geggjaðir. Það er nú bara svo langt síðan ég sá Life Is Beautiful að ég man ekkert eftir henni. Ég man samt að mér fannst hún geðveik. Kannski bara eitthvað krakkamentality.
Ég gæti ekki verið meira ósammála með Tom Hanks og Roberto Benigni.
Minn listi yfir bestu Óskarsleikaranna (af þeim myndum sem ég hef séð):
1. Ray Milland (The Lost Weekend)
2. Kevin Spacey (American Beauty)
3. Jack Nicholson (One Flew Over The Cuckoo's Nest)
4. Charlton Heston (Ben-Hur)
5. Anthony Hopkins (The Silence of the Lambs)
Robert DeNiro var líka geðveikur í Raging Bull og hann yrði sennilega næsti maður inn á lista. Ég á svo alltaf eftir að sjá On the Waterfront. Hún er búinn að vera must see hjá mér frekar lengi.
ertu að fá einhverja að tölvupóstunum sem ég er að senda þér? ég hef nefnilega lent í því áður að mr pósturinn gleypi gmail...
Jón: hef ekki fengið neitt nema þennan eina sem ég svaraði (þar sem viðhengið vantaði). Prófaðu að senda af mr-póstinum, eða sendu á siggi.palli(hjá)simnet.is.
Skrifa ummæli