Nokkur atriði til umhugsunar:
- Mun þetta virka letjandi á bloggkónginn og hirð hans? Það er ekki eins og það sé bannað að gera fleiri en 50 færslur...
- Mun þetta einhverju máli skipta fyrir þá sem eru verst staddir? Skiptir það t.d. Hjálmar einhverju máli hvort hann eigi 60 færslur eftir, eða bara 50?
- Er eftirsóknarvert að hafa fyrirkomulagið þannig að hinir frestanahneigðu sitji sveittir yfir tölvunni dögunum saman dagana fyrir prófin þegar þeir ættu að vera að læra fyrir stúdentspróf? Myndu þeir kannski bara fresta lærdómnum hvort eð er? Er eitthvað annað fyrirkomulag sem myndi henta betur?
- Er fyrirgjöfin kannski á villigötum? Er ekki betra að gefa fyrir gæði frekar en magn, og verðlauna þá sem leggja metnað í hverja færslu, þó þeir nái kannski ekki alveg að gera jafn margar færslur. Mætti finna einhvern meðalveg í þessum efnum? Ég er alveg á því að ég vil frekar lesa 20 vandaðar og metnaðarfullar færslur en 30 lágmarksfærslur sem eru flestar skrifaðar til þess að fylla upp í kvóta.
- Ef þið viljið að síðasta færsla haldist þá kjósið þið "Já".
- Ef þið viljið að hlutirnir haldist óbreyttir miðað við haustönn þá kjósið þið "Nei".
- Ef þið viljið taka kerfið til gagngerrar endurskoðunar, t.d. auka kröfur á hverja færslu en fækka færslunum eða gefa fyrir samkvæmt einhverri flókinni formúlu þar sem metnaður, dugnaður, gæði, magn og frumleiki koma við sögu (getur Jón ekki búið til eitthvað slíkt?) þá veljið þið þriðja kostinn.
5 ummæli:
Hið flókna kerfi er tilbúið. Ég reyndi að miða við að það færi ekki of mikill tími í einkunnargjöf blogga en það er óumflýjanlegur fylgifiskur þess að hafa eitthvað kerfi. Kerfið byrggist á því að nemendur fái stig fyrir hverja færslu. Stigin eru sem hér segir:
Fimm grunnstig
150 orð: 1 stig
350 orð: 1 stig
Fylgir mynd með færslunni?: 1 stig
Er þetta áhugavert?: 1-2 stig
Aukastig:
Frumleiki: 1 stig
1000 orð: 1 stig
Youtube/vídjó notað sem bætir einhverju við færsluna (ekki bara trailer...): 1 stig
5 myndir/youtube vídjó (þá summan): 1 stig
10 linkar (t.d. á imdb): 1 stig
Eins og glöggir menn sjá þá er hægt að fá 5 stig fyrir þokkalega góða færslu og þar sem kerfið er miðað við að 100 stig = 10 í einkunn, þá myndu 20 svona færslur gefa 10. En það er líka hægt að taka eftir að ef menn ráða ekki við að skrifa 350 orð geta þeir skrifað 150 orða færslur en þá myndu 25 færslur gefa 10 (að því gefnu að allar færslunar væru áhugaverðar og með mynd, menn myndu hugsanlega þurfa að fara upp í 30 færslur ef þeir ætla að vera öruggir með tíuna).
Með öllum aukastigum væri hægt að fá 10 stig fyrir eina færslu sem kann að hljóma fullhátt. Menn skulu samt taka eftir að það sem gefið er fyrir í aukastigunum tekur svo mikinn tíma að líklegast væri fljótlegra að skrifa tvær færslur heldur en eina ofurfærslu. Youtube vídjóið lítur kannski út fyrir að vera full auðvelt að setja inn en í þessu tilfelli erum við að tala um eitthvað sem bætir færsluna. Aukastigið kæmi til dæmis ekki ef menn væru að fjalla um mynd sem þeir hefðu ekki séð, myndu birta trailerinn en hafa þann formála að höfundur geti ekki ábyrgst spoilera þar sem hann hafi ekki horft á vídjóið.
Eini faktorinn í stigakerfinu sem kann að virðast eitthvað óljós er Er þetta áhugavert? fídusinn. Hann er hugsaður þannig að menn byrji með tvö stig og svo missa svo stig fyrir að vera óáhugaverðir. Þess vegna græði menn ekkert endilega á því að vera með einhverjar svaka romsur ef þær eru ekki skemmtilegar. Þetta er kannski meira hugsað sem aðhald fyrir power-bloggara en þetta þýðir samt að það er ekki hægt að skrifa 300 orð um hvað það er mikið að gera hjá þér í skólanum og 50 orð um myndina og búast svo við því að fá fullt hús stiga fyrir færsluna.
Frumlegheitadálkurinn væri þá sá sem væri líklegast minnst notaður en yrði virkjaður ef menn eru að blogga um eitthvað frumlegt (fóru á Nosferatu í salnum, listar yfir bestu nýsjálensku hryllingsmyndirnar, notkun á ákveðnu lagi í mörgum bíómyndum etc.) eða fjalla um bíómyndir á frumlegan hátt (þetta held ég að að sé ekki svo óljóst, dæmi um frumlegar tæklanir gæti verið hvernig Bjössi fjallaði um Veðramót eða hvernig ég fjallaði um Matrix).
Ja, ég veit ekki þetta eru svona grunnpælingarnar... Eina sem ég sé til lasta þessu er að þetta gæti orðið til þess að einkunnargjöfin tæki mun lengri tíma en ella og að nemendur hafa kannski ekki alveg jafn áþreifanleg markmið og fyrir jól þar sem aðeins erfiðara gæti verið að telja stig heldur en færslur. Það sem gæti kannski bætt úr þessu er ef við fengjum að vita hvað við værum með mörg stig mánaðarmótin feb-mars og svo kannski aftur mars-apríl en þá er líka SP búinn að létta ansi mikið á sér þar sem hann þarf ekki að fara lesa gamlar færslur í vor - hann tékkar bara á því hvað við vorum með mörg stig...
Annars eru eins og ég segi þetta bara svona grunnpælingar eins og ég segi og ég er spenntur að heyra hvað fólki finnst um svona kerfi.
Í fljótu bragði lítur formúlan ansi vel út. Það er ein lína sem ég skil ekki alveg:
5 myndir/youtube vídjó (þá summan): 1 stig
Erum við þá að tala um að menn fái 1 stig fyrir eina mynd, 1 stig fyrir youtube vídjó og eitt stig til viðbótar ef þeir eru með samtals 5 myndir/vídjó?
Og hversu oft eru menn með 10 linka í einni færslu? Og á maður að verðlauna fyrir slíkt linkaflóð?
Þetta er a.m.k. mjög góð byrjun.
Ég styð þetta kerfi heilshugar.
Ef Siggi Palli nennir að gefa einkunn eftir þessu kerfi þá væri það langsanngjarnast.
Pælingin er allavega kúl. Það mætti auðvitað fínpússa kerfið aðeins, mér finnst það mætti gefa 1 stig hvort fyrir ca. 7 linka í stað 10 og 3 vídjó í stað 5 en siggi ætti auðvitað að ákveða þetta. Ég er mjög á móti því að flestar færslur séu stuttar, innihaldslausar og leiðinlegar en þær mega vera það samkvæmt núverandi kerfi sem er slappt.
Já þegar ég hugsa það þá er þetta með linkaflóðið kannski smá vanhugsað. Ég var að velta því fyrir mér hvernig að það væri hægt að verðlauna menn fyrir að lesa sér mikið til um myndinar áður en þeir blogga og datt þetta í hug. Það væri hugsanlega hægt að breyta þessu í linkar nemandinn á áhugaverðar greinar?
Þetta með 5 myndirnar var hugsað sem mælikvarði á hvort langar færslur væru fallega og líflega settar upp (þá brotnar upp með myndum og slíku...) eða hvort þetta væri bara einn orðaflaumur. Stærðfræðilega nálgunin að þessu vandamáli gaf mér einfaldlega: Fimm object eða meira = Falleg uppsetning! Þetta er auðvitað ofureinföldun en mér segir svo hugur að hún virki ágætlega. Þetta yrði samt auðvitað eins og með youtube klippuna að menn gætu ekki bara sett inn fullt af myndum í lok færslu heldur yrðu þær að tengjast færslunni og koma með jöfnu millibili. Fyrirmyndarfærslan hvað þetta aukastig varðaði yrði færslan hans Bóbó um Batman.
Skrifa ummæli