miðvikudagur, 6. febrúar 2008

Tilslökun

Ég hef verið að hugleiða kröfurnar sem ég geri til ykkar varðandi bloggin, og hef komist að þeirri niðurstöðu að slaka aðeins á þeim: Á vorönn verður lágmarksfjöldi bloggfærslna 20 í stað 30. Þetta þýðir að heildarfjöldi færslna verður að vera 50 til þess að fullt hús stiga sé gefið. Til þess að hvetja þá til dáða sem ekki fylltu í kvótann á haustönn, verður vorönn látin vega þyngra í þeirra tilviki (þ.e.a.s. ef þeir bæta sig).
Ástæður þessarar óvæntu tilslökunar eru tvær:
  1. Þið gerið fleiri og stærri verkefni á þessari önn (og hafið auk þess nóg að gera í öðrum fögum).
  2. Ég er búinn að vera ótrulega lélegur í blogginu upp á síðkastið, og finnst ég vera argasti hræsnari að gera kröfur til ykkar sem ég uppfylli ekki sjálfur.

7 ummæli:

Bóbó sagði...

Þá er maður alveg að verða búinn með þetta..

Nafnlaus sagði...

bledzig

Jón sagði...

Ari G. springur úr gleði.

Bóbó sagði...

Ég verð nú að segja að ég er ekkert alltof sáttur með þetta samt... ég er búinn að leggja helvíti mikla vinnu í þetta en það er ekki einsog þetta sé rosalega mikil vinna ef maður heldur sig í lágmarkinu... 150-200 orða færsla er eitthvað sem tekur 5 mínútur, þú getur alveg eins þýtt lýsinguna á imdb.com til að ná svoleiðis lengd. Ég segji allavega fyrir mitt leiti að þetta sé BS.

Jón sagði...

Ég skrifaði smá pistil um þetta á bloggið mitt:

http://kvikmyndagerd-jon.blogspot.com/2008/02/lgmarksfjldi-frsla-lkkaur-niur-20.html

Arnar sagði...

Ókei, ég ætlaði að tjá mig um málið en ég gæti alveg eins sett pistilinn hans Jóns inní gæsalappir og póstað honum á bloggið mitt.

Björn Brynjúlfur sagði...

Mér finnst leiðinlegt að sjá að farið sé að gera minni kröfur til okkar á vorönn. Margir náðu lágmarkinu eða voru mjög nálægt því á haustönn, af hverju að lækka kröfurnar í átt til þeirra sem minni áhuga hafa á faginu?