mánudagur, 14. apríl 2008

Helstu áherslur fyrir próf í kvikmyndagerð

Ég var að enda við að fá minniháttar taugaáfall. Ég mundi ekkert hvenær prófið átti að vera, minnti að það væri einhvern tíman rétt eftir dimission. Síðan gáði ég og fékk kvíðahnút á stærð við verðlauna-vatnsmelónu þegar ég sá að prófið er 19. apríl!!!

<-- Einhvern veginn svona leið mér...




Á morgun fáið þið "leslista" fyrir prófið (allt of seint - mea maxima culpa). Hann lítur einhvern veginn svona út og getur ekkert breyst héðan af.


Myndataka

Skot

· Hvað heita þau?

· Hvernig eru þau yfirleitt notuð?

Sjónlínan

· Hvað er sjónlínan?

· Hvernig getum við notað sjónlínuna til þess að láta áhorfandann samsama sig við persónu, eða fjarlægja sig frá henni?

Uppbygging ramma

· Þriðjungaskiptingin

· Hvernig er ramminn oftast uppbyggður (hvar setjum við augun)?

Þrívítt rými á tvívíðum fleti

· Hvernig sköpum við dýpt? (samsíða línur o.fl.)

Sjónarhorn

· Lágt sjónarhorn vs. hátt sjónarhorn

· Besta hæðin til þess að taka myndir af fólki. Af hverju?

· Hallandi sjónarhorn (Dutch tilt).

· Brennivídd – hvaða áhrif hefur mismunandi brennivídd?

Lífið er línudans

· 180° reglan og “línan” og allur línudansinn.

· Hvernig getum við komist yfir línuna (brýr og hjarir)?

Film Directing Fundamentals

Grunnreglurnar

· 30° reglan

· 180° reglan (og “línan”)

· Skjástefna (screen direction)

· Hvenær má brjóta reglurnar?

Önnur grundvallaratriði

· Meðferð tíma (þjappa, teygja)

· Mikilvægar myndir (hlutir, staðir, fólk) kynntar til sögunnar áður en til kasta kemur

· Aðferðir og mikilvægi þessa

Uppbygging sögunnar

· Rauði þráðurinn (spine)

· Meginhvatir persóna

· Átök (conflict)

· Persónusköpun

· Gjörðir og taktar (actions and beats)

Uppbygging senunnar

· Blokkir

· Taktar

· Vendipunktur

Sviðsetning

· Hlutverk sviðsetningar

· Hvernig notum við sviðsetningu til þess að segja sögu

Myndavélin

· Hverju getum við stýrt

· Hvernig notum við myndavélina til þess að segja sögu

Nokkur önnur atriði

· Stíll

· Dekkun

· Hæð myndavélar

· Linsur/brennivídd

· Prósa-storyboard

Loks eigið þið að geta fengið í hendurnar handrit (eina senu) og sett upp skot og raðað niður á skot, eins og gert er bæði með Notorious og A Piece of Apple Pie. Í slíku verkefni mynduð þið þurfa að sýna framvindu í senunni og að byggja upp spennu, bæði með sviðsetningu og myndatöku.

Kvikmyndasagan

Hverjar voru forsendur kvikmynda?

En kvikmynda með hljóði?
En litmynda?
Hverjir voru forverar kvikmyndanna?
Nokkrir upphafsmenn kvikmyndanna (Lumiére-bræður, Méliès, Edison, D.W. Griffith.
Af hverju Hollywood?
Hvernig stóð á heimsyfirráðum Hollywood?
Hverjar voru tæknilegar og efnahagslegar forsendur hljóðmynda?
Hvaða hindranir hafði hljóðið í för með sér?
(Af hverju leið stúdíó-tímabilið undir lok?)

Handrit
Grunnþættir (Beat-->Story Event-->Scene-->Sequence-->Act-->Story) og dæmigerð uppbygging.
Archplot, Miniplot og Antiplot (og dæmi).
Annað skiptir minna máli.

Klipping
Nokkrar grundvallarhugmyndir um klippingu.
Hugmyndir Murch um klippingu.

Leikstjórar/stefnur
Þið eigið að kunna deili á leikstjórunum eða stefnunum sem þið fjölluðuð um í fyrirlestrunum ykkar.

Lesefni
Glærur.
Film Directing Fundamentals
, kaflar 1-9, 13-15 og 17.
5 C’s of Cinematography
, fyrstu tvö C-in, lesin mjög lauslega.
In the Blink of an Eye
, mjög lauslega lesin.
(How to Read a Film
, kafli 4. Þið eigið að skilja nokkurn veginn a.m.k. eitt sjónarhornið.)

Þið eigið líka að kunna skil á myndunum sem við horfðum á í vetur:

American Movie
Astrópía
Brúðguminn
Devil’s Backbone
Funny Games
General, The
Happy End
Hearts of Darkness
Hold Up Down
Kabinett des Dr. Caligari, Das
Killer of Sheep
Man Bites Dog
Mannaveiðar
Notorious
Oldboy
A Personal Journey With Martin Scorsese through American Movies
Rashomon
Règle du Jeu, La
Sjunde inseglet, Det
Some Like It Hot
Stóra planið
Suspiria
Taste of Tea
Veðramót

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.