miðvikudagur, 16. apríl 2008

Uppbygging prófsins

Þar sem gömul próf gefa ekki beint rétta mynd af því hvernig prófið á laugardag verður, þá ætla ég að lýsa í stuttu máli uppbyggingu prófsins. Prófið er í meginatriðum svona uppbyggt:
  • 5 stuttar skilgreiningar (10%)
  • 2 stuttar efnislegar spurningar (10%)
  • 1 spurning sem er nánast gefins (10%)
  • Stutt ritgerð þar sem þið greinið uppbyggingu einnar af myndunum sem við horfðum á í vetur (þið getið valið milli nokkurra mynda) (15%)
  • Önnur stutt ritgerð (15%)
  • Undirbúningur handrits fyrir tökur: Þið fáið senu(r) úr bíómynd sem gerist öll á einum stað og eigið að undirbúa tökuáætlun (uppsetningar, skot, storyboard fyrir nokkur skot, "shooting script", o.s.frv.) (40%)
Athugið að handritið sem þið fáið er í lengra laginu (12 bls) og er í raun meira en ein sena (3-4 senur sem gerast allar á einum stað). Meginuppistaðan (meira en helmingur) er fyrsta senan, og það skiptir langmestu máli að ganga frá henni. Ef þið lendið í tímaþröng, þá skulið þið ekki hafa áhyggjur af hinum senunum.

Engin ummæli: