sunnudagur, 15. mars 2009

Dagskrá 11. viku, 16.-20. mars

Mánudagur 8.10-9.35
Ræðum ögn meira um klippingu.
Byrjum hugsanlega að ræða kvikmyndasögu.
Kristján, Tryggvi, Björn og Breki flytja vonandi sína fyrirlestra (enda á mörkum þess að falla á tíma).

Miðvikudagur 8.55-9.35
Kvikmyndasaga.

Föstudagur 14.55-16.45
Kvikmynd vikunnar. Enn óákveðin.
Pétur kom með þá tillögu að nú væri tími til kominn að við myndum horfa á blockbuster. Þar er ég ósammála. Þið hafið öll séð óteljandi blockbustera í gegnum tíðina, og það er einfaldlega lítið upp úr því að hafa að horfa á mynd sem a.m.k. helmingur ykkar hefur séð áður. Markmiðið með þessum bíósýningum er öðrum þræði það að víkka sjóndeildarhring ykkar, að sýna ykkur myndir sem þið hefðuð annars ekki séð og vonandi koma ykkur á bragðið með eitthvað annað megnasta meginstrauminn.

3 ummæli:

Ragnar sagði...

Við strákarnir vourm að velta því fyrir okkur hvort það sé einhver hópur með myndavélina á fimmtudaginn? Við fáum nefnilega vélina ekki fyrr en á morgun (þriðjudag).

Gísli Guðlaugsson sagði...

Hópurinn sem átti að láta okkur fá hana gleymdi henni víst... Kannski svoldið tæpt að hafa bara tvo daga til að taka upp.

Jóhanna sagði...

Er ekki komin tími á einhverja góða heimildarmynd núna .. Eitthvað eins og the Cats of Mirikitami?