Árni, Gísli, Ragnar og Steinar
Heimildamynd: Jóa á Háafelli
Ansi vel gerð mynd sem uppfyllti allar helstu kröfur. Hún var fróðleg og nokkuð gott flæði í henni. Greinilega meiri vinna lögð í hana en margar hinna.
Anna, Birta, Breki, Íris, Kristján og Tryggvi
Mynd um Pólverja í Reykjavík.
Sumt ágætt í henni. Nokkur skemmtileg skot til dæmis, og ágætlega valin tónlist. Samt vantaði smá meiri metnað og vinnu í þetta.
Gunnar, Ísak, Jóhann og Jóhanna
Heimildamynd um Jóa systemus.
Sumt ágætt. Miðað við stuttan klippitíma var þetta ágætlega gert, en ég hefði viljað sjá hana fullklippta. Nær samt alveg að skapa sæmilega frásögn, og gerir ágætlega í því að nota viðtalið við Jóa sem hálfgerðan sögumann í voice-over.
Tómas, Pétur, Magnús og Anton
Ágæt örmynd. Erfitt að átta sig á pælingunni á bak við hana, en hún var skemmtilega klippt og myndaði skemmtileg hughrif með hraðri klippingunni og ofbeldisfullum innskotunum.
Haraldur, Andri, Björn, Héðinn og Helga
Skiluðu mynd ALLT OF SEINT.
Myndin var að mörgu leyti ágæt. Skemmtilega útfært hlaupið, og kross-klippingin var fín. Endar svo á skemmtilegri afhjúpun.
En myndin kom samt löngu eftir lokafrest, og ég var búinn að hóta núlli, þannig að ég sé mér ekki fært að víkja frá því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli