Yossarian: "A catch?"
Doc: "Sure. Catch-22. Anyone who wants to get out of combat isn't really crazy, so I can't ground them."
Yossarian: "OK. Let me see if I got this straight. In order to be grounded I've got to be crazy. And I must be crazy to keep flying. But if I ask to be grounded it means I'm not crazy any more and I have to keep flying."
Doc: "You've got it. That's Catch-22."
Yossarian: "That's some catch, that Catch-22."
Doc: "It's the best there is."
Samtalið hér fyrir ofan er nokkuð dæmigert um andann í bókinni (og myndinni). Nokkur önnur dæmi um álíka firringu:
- Ein persónan er Major Major Major. Foreldrar hans skírðu hann þetta í einhverju djóki, og nafnið verður til þess að hann fær majórstign fyrir misskilning (og verður því Major Major Major Major). Hann vill ekkert með ábyrgðina hafa, þannig að hann segir undirmanni sínum að ef einhver kemur að hitta hann þá eigi undirmaðurinn að segja að hann sé ekki við, nema ef hann er ekki við, þá má senda gestinn beint inn á skrifstofuna...
- Messadrengurinn, þ.e. liðsforinginn sem sér um matskála flugsveitarinnar byggir upp risavaxið viðskiptaveldi með því að versla með búnað og vistir sveitarinnar. Hann selur fallhlífar sveitarinnar, innihald fyrstu-hjálpar kassans (m.a. morfín) og hermennirnir fá í staðinn hlut í M&M Enterprises. Að lokum gerir hann samning við Þjóðverja að þeir kaupi af honum hundruðir tonna af bómull og í staðinn framkvæmir hann loftárás á bækistöðvar sinnar eigin sveitar.
- Læknirinn fær einn flugmanninn til þess að skrá sig alltaf í flugbækurnar svo hann sleppi við að fara í loftið í alvörunni. Þegar viðkomandi flugmaður fremur sjálfsmorð í vél sinni þá er læknirinn skráður sem farþegi, og eftir það verður hann nokkurs konar uppvakningur, því allir ganga út frá því að hann sé dauður.
Það fór svolítið í taugarnar á mér að oft þurfti maður virkilega að hafa fyrir því að heyra orðaskil. Til dæmis er samtalinu sem vitnað er í hér fyrir ofan næstum drekkt í flugvélahljóðum.
Leikurinn er nokkuð góður. Alan Arkin er fantagóður í hlutverki Yossarians. Jon Voight í hlutverki messadrengsins fær mann alveg til þess að trúa á þennan karakter sem eltir gróðann svo blindandi að hann sér ekkert að því að selja fallhlífar mannanna án þess að segja þeim, svo lengi sem hann veitir þeim hlut í gróðanum.
Í hnotskurn: Ansi hreint góð mynd. Ég mæli eindregið með henni. Samt engin gargandi snilld.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli