sunnudagur, 2. mars 2008

Dagskrá næstu viku

Mánudagur 8.10-9.35
Ræðum örfáa punkta í viðbót um klippingu og Murch.
Skoðum endurbætta útgáfu nokkurra stuttmynda (Ólympíuliðið verður því að mæta með tölvuna).
Kíkjum e.t.v. á 1-2 sniðugar stuttmyndir ef tími gefst til.

Mánudagur 16.10-18.00
Bíó.
Ef Bóbó tekur með sér diskinn sem ég gleymdi í H-stofunni þá getum við kíkt á Suspiria eða Söngva af annarri hæð. Ég tek með mér einhverjar aðrar myndir.
Suspiria notar liti á alveg yndislegan hátt!

Miðvikudagur 8.55-9.35
Vonandi heimsfrumsýning á meistaraverki Ólympíuliðsins. Annars kynning á mögulegum leikstjórum eða stefnum fyrir seinni fyrirlesturinn.

Engin ummæli: