föstudagur, 21. mars 2008

Fyrirlestrar og staða á stuttmyndunum

Það væri ágætt að fá að vita hvernig stuttmyndirnar ykkar standa, hver er með græjurnar þessa stundina, og hvort einhvern hóp dauðvantar að komast í græjurnar. Skiljið eftir komment.
Eins væri ágætt að þeir sem eiga eftir að velja efni í fyrirlestrunum tilkynni val sitt sem fyrst. Þá gæti ég hugsanlega lánað þeim myndir strax á miðvikudaginn eftir páska.

4 ummæli:

Björn Brynjúlfur sagði...

Við (hópur 4 minnir mig) erum með myndavélina.

Við ljúkum tökum að öllum líkindum á þriðjudaginn og getum þá vonandi skilað upptökuvélinni í tímanum á miðvikudaginn.

Við erum hins vegar ekki með klippitölvuna.

Marinó Páll sagði...

Góðan daginn, hvar get ég fengið að sjá þetta nýja einkunnakerfi? Og hvernig verður farið með gamlar færslur sem komnar voru áður en kerfið var tekið í notkun. Er rétt að maður þurfi að ná hundrað stigum? Ef svo er þá er kallinn ekki alveg sáttu en áður en ég fer að æsa mig þá vil ég sjá kerfið. Danke.

Siggi Palli sagði...

Eldri færslur á þessari önn fá líka stig.

Nýja einkunnakerfið er ekki mjög flókið, þó það sé vissulega flóknara en það gamla.
Þú færð stig samkvæmt innihaldi færslunnar.
- Basic lágmarksfærsla gefur 3 stig.
- Metnaðarfyllri færsla gefur yfirleitt 5 stig.
- Virkilega vönduð færsla getur gefið 6-7 stig.
- Birst hafa færslur sem þóttu eiga skilið 8 stig.

Eftirfarandi atriði (fyrir utan lengd) eru talin auka gildi færslunnar: myndir, myndbrot, frumleiki, skemmtilegar pælingar, skrif um framandi eða spennandi hluti og fleira í þeim dúr.

Til þess að fá 10 í einkunn á vorönn þarftu að fá 100 stig. Eins og sjá má af kerfinu, þarftu ekki að skrifa fleiri færslur en í gamla kerfinu nema hver einasta færsla sé mjög svo "basic".

Það má vel vera að það séu ekki allir sammála um þetta, en mér finnst þetta miklu réttlátara kerfi. Ef menn vilja virkilega pæla í færslunum sínum og leggja vinnu í þær þá uppskera þeir (vonandi) í samræmi við það. Ef menn vilja frekar drita niður 100-120 orðum um einhverja mynd og skella inn fyrstu myndinni sem kemur upp í Google-myndaleitinni þá uppskera þeir í samræmi við það.

Tökum dæmi: ef við berum saman tímann sem fór hjá þér í að skrifa færsluna um "I Am Legend" (sem þú fékkst 3 stig fyrir og er reyndar með mjög kúl mynd), og svo tímann sem Árni lagði í færsluna um Topp-10 Tónlistarmyndböndin þá finnst mér ef eitthvað er of lítill munur á stigagjöfinni.

Samkvæmt gamla kerfinu hefðu þessar tvær færslur verið jafngildar. Væri það réttlátt?

Marinó Páll sagði...

Jú blessaður ég er alveg sammála því að menn eigi að fá meira fyrir ef þeir leggja mikið á sig. En hvað er bloggið aftur mikill hluti af einkunni? Bara spurning hvað maður vill verja miklum tíma í þetta? Alls ekki illa meint, maður sem veit ekki spyr.