mánudagur, 24. mars 2008

Mannaveiðar: Skylduáhorf í kvöld

Ég bið alla að horfa á Mannaveiðar í Sjónvarpinu í kvöld kl. 20.15. Það er ekki á hverjum degi sem leikin íslensk þáttaröð hefur göngu sína (sérstaklega ekki í opinni dagskrá) og um að gera að fylgjast með.
Fyrir þá sem alls ekki geta horft í kvöld, þá er þátturinn endursýndur á morgun kl. 23.40.

Síðan er aldrei að vita nema Björn geti talið leikstjórann á að koma í tíma til okkar. Hvað segir Björn um það?

3 ummæli:

Björn Brynjúlfur sagði...

Hann er til í það.

Hann getur mætt mánudaginn 31. mars miðvikudaginn 2. apríl, og síðan miðvikudaginn 16. apríl.

Hentar eitthvað af þessu?

Siggi Palli sagði...

Miðvikudagar eru alltaf góðir í svona. Það er helst spurning hvort menn vilji bíða þangað til þeir eru búnir að sjá allt heila klabbið (þá væri 16. góður) eða drífa þetta bara af (þá væri 2. góður). Ég ber það undir hópinn á morgun, en grunar einhvern vegin að það væri skemmtilegra að ræða þættina þegar maður er búinn að sjá alla fjóra...

Jón sagði...

djöfull er ég heitur fyrir aðalbysjunni... getum við ekki bara fengið hann sem fyrst?