þriðjudagur, 8. apríl 2008

ATH: DAGSKRÁRBREYTING

Var að tala við Ólaf, leikstjóra Stóra plansins. Hann var kallaður í tökur í fyrramálið, en segist vera laus seinnipartinn. Leikstjóraheimsóknin færist þess vegna til kl. 16.10 (væntanlega í J-stofu).
Ég biðst afsökunar á þessum skamma fyrirvara, en Ólafur vissi ekki af þessu fyrir víst fyrr en í dag. Ég vona að sem allra flestir sjái sér fært að mæta, og minni ykkur á að vera tilbúnir með 2-3 spurningar handa honum.
Af þessum sökum mun tíminn í fyrramálið falla niður.
Þeir sem þetta sjá mega endilega láta boð ganga til félaga sinna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég var svona að velta því fyrir mér hversu mörg stig ég væri kominn með.... svona til að sjá hversu mikið duglegri ég þarf að vera í viðbót :)