fimmtudagur, 10. apríl 2008
Stuttmyndadagar í Reykjavík
Stuttmyndadagar í Reykjavík hefjast von bráðar og mig langar til að hvetja alla til þess að senda myndirnar sínar inn.
Munið eftir mottóinu hans Ólafs: Það er allt í lagi að senda frá sér mynd þótt hún sé ekki fullkomin, svo lengi sem þetta er nokkurn veginn mynd - þú ert ekki myndin þín og þarft ekki að skammast þín þótt þú gerir mistök. Það skiptir ekki öllu hvort myndirnar eigi séns á að vinna, það er bara gaman að taka þátt, og ef myndin kemst á úrslitakvöldið þá er það frábært (og auðvitað enn þá betra ef hún vinnur til verðlauna).
Skilafrestur er 11. maí, og það má skila annað hvort á Quicktime eða DV (þ.a. þið getið annað hvort flutt myndirnar aftur út á spólu eða kóðað þær sem Quicktime mynd, hvorugt er mikið mál).
Úrslitakvöldið er 29. maí, þ.a. þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að komast ekki vegna prófa.
Sýnið lit - takið þátt!
Munið eftir mottóinu hans Ólafs: Það er allt í lagi að senda frá sér mynd þótt hún sé ekki fullkomin, svo lengi sem þetta er nokkurn veginn mynd - þú ert ekki myndin þín og þarft ekki að skammast þín þótt þú gerir mistök. Það skiptir ekki öllu hvort myndirnar eigi séns á að vinna, það er bara gaman að taka þátt, og ef myndin kemst á úrslitakvöldið þá er það frábært (og auðvitað enn þá betra ef hún vinnur til verðlauna).
Skilafrestur er 11. maí, og það má skila annað hvort á Quicktime eða DV (þ.a. þið getið annað hvort flutt myndirnar aftur út á spólu eða kóðað þær sem Quicktime mynd, hvorugt er mikið mál).
Úrslitakvöldið er 29. maí, þ.a. þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að komast ekki vegna prófa.
Sýnið lit - takið þátt!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Skiptir máli hvort maður sé með tónlist í myndinni sem er ekki leyfi fyrir?
Ég efast um það. Það er ekki eins og myndin sé á leið í almenna dreifingu. Ef annað væri myndi það líkast til koma fram í reglunum. Þar að auki myndi varla nokkur kvarta ef tónlistin er útlensk - kannski einhver myndi fetta fingur ef hún er íslensk...
en hvernig er það... fer maður ekki að verða á síðasta snúningi með að skila frjálsaverkefninu ?
Er þá ekki sniðugt að koma með mitt núna á mánudag eða miðvikudag?
Mánudagur eða föstudagur (mér sýnist verða að vera tími þá) er einasti séns.
Nú er ég að spá, eftir kommentið þitt hjá Árna. Er eitthvað vit í því að maður skili bestu færslunni sinni sem aukaverkefni? Eða er það algjört cop-out? Átti það bara við tónlistarfærsluna margfrægu?
Það þarf nú eiginlega að vera meira en bara færsla. En ef um virkilega pælingu í kvikmyndagerð er að ræða (ekki bara vangaveltur um eina mynd) þá finnst mér það ekkert út í hött. T.d. gæti hrollvekjufærslan þín, að viðbættum smá viðauka og lykil-myndbroti úr hverri mynd fyrir sig, vel staðið sem sérverkefni.
hvernig myndiru þá vilja fá verkefnin? þ.e.a.s. ef myndbrot eiga að geta fylgt o.s.frv.?
Þú gætir sett þetta inn á bloggið. Það á ekki að vera svo mikið mál að setja myndbrot þar inn.
Ef þú vilt vera ögn meira pró þá má skila þessu á geisladiski í formi Powerpoint-sýningar eða þá setja þetta upp í html...
Ætli ég leyfi blogginu ekki bara að duga... ég held þetta verði bara fullkomnuð útgáfa af horror færslunni
Skrifa ummæli