laugardagur, 8. mars 2008

Juno

Kíkti á Juno um síðustu helgi. Ég held ég hafi komið að henni með nokkuð hlutlausar væntingar, hafandi heyrt bæði góða og vonda hluti. Niðurstaðan er frekar hlutlaus, mér finnst þetta alltílagi mynd, en alls engin snilld.
Mér fannst díalógurinn vera stór galli á myndinni. Það var eins og önnur hver persóna væri bara of kúl fyrir myndina (og of kúl til þess að tala mannamál...). Fyrsta samtalið í myndinni er lýsandi dæmi um þetta (og líklegast ýktasta dæmið):

A (Afgreiðslumaður): Well, well - if it isn't McGuff the crime dog. Back for another test?
J (Juno): I think the first one was defective. The plus sign looks more like a division symbol, so I remain unconvinced...
A: Third test today mama bear. Your eggo's preggo. No doubt about it.
B (Búðarþjófur): It's real easy to tell. Is your nipples real brown.
A: Yeah, maybe your boyfriend has got mutant sperms, knocked you up twice...
J: Silenzio old man. Look, I just drank my weight in Sunny-D and I got to go pronto.
A: Well, you know where the lavatory is ... Pay for the pee stick when you're done! Don't think it's yours just because you marked it with your urine.


og eftir að hún er búin að taka prófið:

A: What's the prognosis, fertile Myrtle. Minus or plus.
J: I don't know. It's not seasoned yet. I'll take some of these ... No, there it is. That little pink plus-sign is so unholy.
(Juno shakes the pee stick)
A: That ain't no etch-a-sketch. This is one doodle that can't be undid, homeskillet.


Ég veit að það er fáránlegt að kvarta undan því að persónur í bíómynd tala ekki eins og alvöru fólk, enda myndum við líklegast ekki borga fyrir að fá að heyra "alvöru" samtöl. En það hljóta að vera takmörk fyrir því hvað er æskilegt að fara langt, og þetta samtal fer langt, langt yfir strikið. Þegar ég horfi á bíómynd vil ég geta gleymt því um stund að ég sé að horfa á bíómynd og lifa mig inn í líf persónanna. Samtölin í þessari mynd hafa þau áhrif að ýta mér stöðugt úr því ástandi. Það sem ég pæli helst í í þessari senu er hversu oft Diablo Cody hlýtur að hafa endurskrifað þessa senu til þess að enda í þessari dellu...


Þar með er ekki sagt að þessi mynd eigi ekki sín móment. Þetta er klassískt augnablik:
Juno er að fara að segja vini sínum, Bleeker, að hann hafi barnað hana, og hefur komið sér svona skemmtilega fyrir.

Annað dæmi um það hvernig sumar persónurnar (sérstaklega Juno) eru of kúl fyrir þessa bíómynd er tónlistin. Soundtrackið í myndinni einkennist af krúttpoppi Kimya Dawson (ég held að hún eigi 2/3 hluta laganna í myndinni), á meðan Juno segist ekki fíla neitt annað en fyrstu-kynslóðar pönk - uppáhaldstónlistarmennirnir hennar eru Stooges, Patti Smith og The Runaways. Meira að segja karakterinn hans Jason Bateman er með of kúl tónlistarsmekk fyrir þessa mynd, en hann hlustar mest á Sonic Youth og hitaði einu sinni upp fyrir The Melvins (sem mér finnst reyndar ekkert hrikalega kúl band).

Þetta er alveg alltílagi mynd, en mér fannst eitthvað vanta. Ellen Page var ágæt, en mér tókst bara ekki að tengja við persónuna hennar, og ég held að díalógurinn hafi haft þar talsvert að segja. Síðan fannst mér endirinn hálfgert "cop-out".

Spoiler
Eftir að hafa rifist heiftarlega við barnsföðurinn, og eftir að hjónaband tilvonandi fósturforeldra barnsins liðaðist í sundur (sem var svo augljóst að maður sá það fyrir strax í fyrstu senunni sem þau birtust í) þá var samt allt afgreitt voðalega snyrtilega. Jennifer Garner fær barnið þótt hún sé núna einstæð kona á framabraut. Juno fattar allt í einu að hún sé skotin í Bleeker og gefur honum ársbirgðir af appelsínugulum Tic-Tacs (vegna þess að leiðin að hjarta mannsins er...) og allt verður gott og þau syngja krúttlegt ástarlag eftir kimya dawson og ... "roll credits".
Spoiler búinn

Lokaniðurstaðan er sú að þetta er krúttleg mynd, en aðalpersónan passar bara ekki inn í hana. Juno, eins og hún er skrifuð, myndi ekki fíla sig í þessari fáránlega cheesy lokasenu:

5 ummæli:

Jón sagði...

alveg sammála með samtölin. maður tekur sérstaklega í senunni sem hún kaupir sér óléttupróf. hún hefði verið svo miklu betri ef þau hefðu bara átt venjulegar samræður og samtalið hefði lokið á That ain't no etch-a-sketch. This is one doodle that can't be undid, homeskillet. en þá hefði verið mjög fín sena.

okeidokei mynd og ég er svo sem ekkert fúll yfir því að hafa farið á hana í bíó en ég bíð ekkert spenntur eftir næstu mynd frá Diablo Cody....

Bóbó sagði...

Ég er alveg sammála með lokasenuna, hún var frekar þung í maga. Annars finnst mér bara nægilega gaman að hlusta á svona vitleysu samtöl til þess að það truflaði mig ekki eins mikið og það virðist hafa truflað þig. Annars fannst mér hún mjög skemmtileg.

Árni Þór Árnason sagði...

Ég er einmitt bara búinn að sjá þetta atriði, þ.e. þegar hún kaupir sér óléttupróf, vegna þess að ég komst ekki lengra en það áður en ég komst að því að eintakið sem ég downloadaði var bilað.

Er að downloada öðru núna.

En já mér finnst svona samræður alltaf frekar skemmtilegar. Þær eru bara eitthvað svo ótrúlega pretentious!

En já, ég hef kannski eitthvað aðeins meira um þessa mynd að segja þegar ég er virkilega búinn að horfa á hana.

Ps. Melvins er víst kúl band.

Björn Brynjúlfur sagði...

Ég upplifði aftur þennan netta kjánahroll sem ég fékk yfir myndinni þegar ég las þessa færslu.

Ég er feginn að sjá að ég sé ekki sá eini sem finnst þessi mynd ekki vera frábær.

Björn Brynjúlfur sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.