mánudagur, 21. apríl 2008

Umsögn um síðustu tvo fyrirlestrana

Dóp
Alveg hreint ágætur fyrirlestur.
Ágætur inngangur.
Öll klippin voru góð og vel valin nema Easy Rider (það skiptir kannski ekki öllu með tónlistina en ég fékk þá tilfinningu að það væri allt sundurklippt, þó ég sé ekki 100% viss).
Fín pæling um áhrif kvikmynda.
Talsvert of langur (26 mínútur)
9,0

Anders Thomas Jensen
Ágætisfyrirlestur.
Vel valin klipp.
Fín greining á myndum hans.
Fín umfjöllun um myndirnar.
9,0

6 ummæli:

Ingólfur sagði...

Já, þetta með tónlistina undir var auðvitað pínu flopp en, ótrúlegt en satt, er þetta klippan beint upp úr myndinni. Hún er bara svona steikt. Annars er Easy Rider líka leiðinlegust af þessum myndum.

Siggi Palli sagði...

Hún er óneitanlega barn síns tíma. Núna finnst manni eiginlega sándtrakkið vera skemmtilegasti hluti myndarinnar, bæði þetta klassíska rokk og svo útúrsteikt lög eins og "Don't bogart that joint".

Bóbó sagði...

Hún var samt ekkert glötuð. Mér fannst mest gaman að henni meðan Jack Nicholson var í mynd en fannst hún sérstaklega leiðinleg eftir að þeir koma á þessa helvítis kommúnu. Ég þoli bara fátt minna en glötuð borgarbörn sem ákveða að setjast að í eyðimörk til að lifa af landinu.

annasinn sagði...

Var að tékka á DVD diskinum, þetta er snilld, vel gert!

Var að pæla, hvernig fékkstu FCS (FinalCutStudio)?

Siggi Palli sagði...

Takk fyrir hrósið.

Final Cut Studio var keypt í Apple-búðinni.

Nafnlaus sagði...

Á ekki að henda einkununum inn á myschool ? :P