Ég ætla ekki að skrifa meira um hana í bili, ég vil ekki eyðileggja hana fyrir ykkur.
sunnudagur, 5. október 2008
Reykjavík-Rotterdam: Langbesta íslenska spennumyndin?
Metmæting í dag: 3 nemendur mættu á "hópferð" okkar á Reykjavík-Rotterdam í dag. Ég minni á að það er skylda að sjá myndina fyrir miðvikudag, og þeir sem ekki skila mér miðum í seinasta lagi í þeim tíma (rækilega merktum) fá skróp í seinustu þremur tímunum í síðustu viku.
Annars er þessi mynd, alveg burtséð frá þessu námskeiði, skylduáhorf fyrir alla íslenska kvikmyndaunnendur. Hún er nefnilega verulega góð. Ég er á því að þetta sé langbesta íslenska spennumyndin hingað til, og janfvel bara með betri myndum sem ég hef séð í ár (ég þarf samt að melta hana aðeins betur til þess að ég þori að fara svo langt). Þetta er bara "must-see", það er ekki flóknara en það.
Ég ætla ekki að skrifa meira um hana í bili, ég vil ekki eyðileggja hana fyrir ykkur.
Ég ætla ekki að skrifa meira um hana í bili, ég vil ekki eyðileggja hana fyrir ykkur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli