Ég fór á opnunina og náði þess vegna bara að sjá eina mynd: opnunarmyndina Cyrus. Það hefur bæði kosti og galla að fara á opnunina. Það var gaman að taka þátt í þessum hátíðarhöldum og ekki verra að fá vín og snittur, en um leið fannst mér ég vera að missa af bíói. Ég hefði nefnilega léttilega getað farið á þrjár myndir þetta kvöld ef ég hefði ekki farið á þessa opnunarhátíð.
1. Cyrus Kunningja mínum, sem ég spjallaði við eftir myndina, fannst þetta skrýtin opnunarmynd á RIFF og að hún hefði passað betur á kvikmyndahátíð Græna ljóssins en á RIFF. Ég verð að játa að ég er sammála honum. Það er ekki þar með sagt að þetta sé slæm mynd - hún er bara frekar "mainstream" og alls ekki dæmigerð fyrir þær myndir sem eru sýndar á RIFF.
Cyrus er svona "quirky" gamanmynd í anda Little Miss Sunshine (kannski ekki alveg eins "feel-good"). John C. Reilly leikur John, algjöran lúser sem virðist hafa verið að drukkna í þunglyndi undanfarin sjö ár, eftir að fyrrverandi konan hans (Catherine Keener) fór frá honum. Þau eru samt enn góðir vinir (raunar virðist hún frekar vera í einheverju móðurhlutverki), en í upphafi myndarinnar tilkynnir hún honum að hún ætli að giftast aftur. Í framhaldi af því hvetur hún hann til þess að fara út á lífið og þá hittir hann Molly (Marisu Tomei) og þau verða ástfangin. Allt er voða gott þar til hann hittir 21 árs gamlan son Molly, Cyrus (leikinn af Jonah Hill), en Cyrus er jafnvel enn meira "clingy" við mömmu sína en John er við fyrrverandi eiginkonuna. And comedy ensues...
Þrátt fyrir þennan fræga leikarahóp er myndin ekki algjörlega "mainstream". Duplass bræður, sem skrifuðu og leikstýrðu myndinni, notast að miklu leyti við spuna, a.m.k. hvað díalóg varðar. Sumar senurnar ná miklum hæðum í vandræðalegheitum og bjánahrolli (sem mér finnst bara gott). Sum tæknivinnslan er líka óhefðbundin. Þar ber helst að nefna skrýtna myndatöku (furðuleg og stuðandi hröð zoom sem gerðu ekkert annað en að koma mér út úr myndinni) og furðulega hljóðvinnslu (oft er settur inn díalógur sem er greinilega úr annari töku eða annari senu, jafnvel díalógur persónu sem er í nærmynd, og varirnar hreyfast ekki). Mér fannst þessi tæknilegu "sérkenni" ekki bæta neinu við myndina, og raunar ekki gera neitt nema minna mann í sífellu á að maður væri að horfa á mynd (og hindra þannig almennilegt "suspension of disbelief").
Þetta er samt alls ekki vond mynd. Hún er bara alveg ágæt, og mun aðgengilegri en margar myndir á hátíðinni. Eins og Sveinn (sem kom í tíma til okkar á mánudaginn) sagði, þá er Cyrus soldið "safe bet". Ef þið eruð óvön listrænum og erfiðum myndum, eða mjög eymdarlegum heimildamyndum, þá getur þessi mynd verið ágæt tilbreyting frá þeirri hlið hátíðarinnar.
Ekkert verður úr leikstjóraheimsókn Ég heyrði loks í Ólafi, leikstjóra Kurteiss fólks, og það er svo hrikalega mikið að gera hjá honum að hann kemst því miður ekki í tíma til okkar. Mér þykir það leitt að þetta skyldi ekki koma fram fyrr. Ég veit að verð á miða á íslenska mynd er ekkert grín. Sorrí. Lokadagur bloggsins Lokaskiladagur bloggsins er á miðvikudaginn 6. apríl. Þá hafið þið tækifæri til þess að blogga um lokaverkefnin ykkar og kannski segja hvað ykkur fannst um lokaverkefni hinna hópanna. Munið svo að skrifa umsögn. Þetta eru 10 auðfengin stig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli