Mér þóttu myndir ykkar alveg hreint ágætar, og hálf-furðulegt hvað þær voru að mörgu leyti svipaðar, og um leið frábrugðnar mörgum myndum fyrri ára. Þær voru allar þöglar (fyrir utan endann hjá hópi 4), allar gerðu mjög vel í að nota tónlist til þess að skapa stemningu og flestar höfðu þær ágætt flæði og nokkuð vel heppnaðar klippingar (það voru kannski klippingarnar sem komu hópi 2 í koll).
Ég er að langmestu leyti sammála dómi hópsins.
- Hópur 3 (Flöguhatur) náði að skapa góða stemningu og gerði margt mjög vel í sinni mynd. Tónlistarnotkunin var góð og fyrir utan 2-3 atriði tókst klippingin furðu vel miðað við að bara mátti klippa í myndavélinni.
- Mér finnst lítill gæðamunur á hópum 1 og 4.
Hóp 1 (Ást) tekst líkast til einna best upp við tónlistarnotkunina, og skipta áreynslulaust og á hárréttum tíma milli laga. Bardagasenan var sú eina sem ekki tókst sem skyldi - þar hefðu þau mátt prófa að fara nær hasarnum og hafa myndavélina handhelda (taka smá shaky-cam á þetta) til þess að búa til blekkingu um meiri hasar en var í raun og veru.
Hóp 4 (Leti) tekst vel upp framan af, skapar góða og drungalega stemningu. Það voru nokkur ansi góð skot í þessari. Hins vegar var endirinn soldið "ódýr" lausn. Þótt ég fíli "meta"-myndir þá er það vandmeðfarið form og hefði þurft betri uppbyggingu til þess að pay-offið hefði verið almennilegt. - Hópur 2 (Græðgi) gerir líka ágæta mynd þótt þau komist ekki á pall. Nokkrar misheppnaðar klippingar, soldið einföld saga og hæg atburðarás gerir að verkum að hún nær ekki alveg hinum þremur. Samt er margt fínt í henni. Textinn var haganlega leystur og tónlistarnotkunin var fín.
1. sæti
Hópur 3: Flöguhatur
Nemendur: 9,5
Kennari: 9,5
2. sæti
Hópur 1: Ást
Nemendur: 9,1
Kennari: 9,0
3. sæti
Hópur 4: Leti
Nemendur: 9,0
Kennari: 9,0
4. sæti
Hópur 2: Græðgi
Nemendur: 8,5
Kennari: 8,5
Það virkar kannski pínu "leim" að ég skuli gefa nákvæmlega sömu einkunnir og þið, en mér finnst þetta einfaldlega vera réttu einkunnirnar. Hópur 3 var með bestu myndina, en hún er samt ekki upp á 10. Hópar 1 og 4 eru skrefi þar fyrir aftan, og svo er hópur 2 skrefi fyrir aftan þá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli