miðvikudagur, 10. september 2008

Upplýsingar um Gretti Kabarett

Ég var að fá í hendurnar upplýsingar um Gretti Kabarett. Eftir því sem ég best fæ séð þá láta þeir ykkur fá tæki og tól. Og það er ekki þannig að þið skráið ykkur sem hópur, heldur mætið þið á staðinn og svo veit ég ekki alveg hvernig er raðað í hópa. Þannig getið þið kynnst og lært af erlendu kvikmyndagerðarfólki. Einnig getið þið öðlast reynslu í notkun tækja sem ég get ekki veitt ykkur aðgang að, t.d. pro ljósabúnaður. Ég get heldur ekki séð að þetta kosti nokkuð. Ef þið smellið á myndirnar sjáið þið tilkynningar um Gretti frá því í fyrra.
Hér koma svo upplýsingar um Gretti 2008:
Everyone is welcome.
Grettir Kabarett invites one and all to create and collaborate with artists from different parts of the world.
The briefing takes place at Café Hressó, Saturday, Sept. 27th at 9pm.
The first Kabarett begins Sunday, Sept. 28th at 9am. (screening at 9pm on the 30th).
The second Kabarett begins Wednesday, Oct. 1st at 9am (screening at 9pm on the 3rd).
The third Kabarett begins Saturday, Oct. 4th at 9am (screening at 9pm on the 6th).
Screenings take place at Grand Rokk.

Sem sagt, allt sem þið þurfið að gera er að mæta á Hressó kl. 9 á laugardaginn 27. september, og þá getið þið tekið þátt í Gretti Kabarett. Ég yrði rosalega ánægður ef þáttakan hjá okkur verður góð, og mæli eindregið með að þið takið þátt, mig grunar að þetta gæti verið alveg sérlega skemmtileg og dýrmæt reynsla.

3 ummæli:

Magnús Örn Sigurðsson sagði...

Æjji. Bíddu getur þá verið að við þurfum að vera með einhverjum sem við þekkjum ekki neitt í hóp?

Siggi Palli sagði...

Ég er ekki 100% viss, en það gæti verið. Það segir orðrétt í lýsingu á þessu Kabarett-fyrirbæri (s.s. ekki akkúrat Grettir):
"Every morning during the Kino Kabaret, a meeting and brainstorm session takes place at the Kinolab. Teams are formed and then off they go for the day."
Og eftir því sem mér skilst er eitt af markmiðum þessa viðburðar að áhugafólk um kvikmyndagerð frá mismunandi löndum hittist og læri hvert af öðru. Heldurðu ekki að það gæti verið gaman?

Magnús Örn Sigurðsson sagði...

Jújú, auðvitað er það rosa spennandi en það er meira krefjandi að þurfa að kynnast nýju fólki í leiðinni. Kostir og gallar bara.