fimmtudagur, 11. september 2008

Upplýsingar um Mínus25 dagskrána á RIFF

Ég fékk einhverjar smá upplýsingar um opnu námskeiðin á Mínus25 á RIFF.

Mínus25
"
Mínus25 er sérstakur liður Alþjóðlegrar Kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem er tileinkaður ungu fólki frá 5-25 ára. RIFF hefur unnið markvist að því á undanförnum árum að vera meira en bara kvikmyndahátíð og lagt mikla áherslu á að skapa þekkingarsmiðju í kringum hátíðina. Markmið mínus25 er að veita ungu fólki skemmtun, þekkingu og reynslu í kvikmyndaheiminum og vekja þannig áhuga á kvikmyndaforminu hjá þessum aldurshóp."

Opnu námskeiðin
"
Við verðum með dagskrá í Hinu Húsinu og Norræna húsinu fyrir ungt fólk . Í Hinu Húsinu verður hægt að fá ókeypis einkakennslu í Pro Tools hljóðupptökuforritnu og svo verður boðið uppá opið námskeið í stuttmyndagerð. Skráning og frekari upplýsingar er hægt að fá í Hinu Húsinu. Í Norræna húsinu verða sýndar bíómyndir og þar verður myndver fullt af leikmunum frá þjóðleikhúsinu þar sem fólk getur komið og tekið upp en eftir hádegi verða þar sjálfboðaliðar með myndavélar og tölvur og aðstoða fólk sem að vill fá að prófa."

Mér finnst þetta hljóma soldið spennandi, og ég held að þið gætuð hiklaust haft gagn og gaman af þessu. Ég fæ væntanlega frekari upplýsingar um þetta á næstu dögum.

Engin ummæli: