sunnudagur, 7. september 2008

Dagskrá næstu viku (8.-12. sept)

Vegna þess að síðasti hópurinn tekur myndina sína á mánudag, og vegna þess að Valdís Óskarsdóttir kemur í heimsókn seinnipartinn á föstudag, varð ég að hringla aðeins með dagskrána. Þannig horfum við á mynd vikunnar í mánudagstímanum, og stuttmyndirnar verða ekki sýndar fyrr en á miðvikudag (annars hefðum við ekki getað horft á mynd síðasta hópsins fyrr en seint og um síðir).

Mánudagur 8.10-9.35

Horfum á mynd vikunnar, The General, eftir/með Buster Keaton.
Miðvikudagur 8.10-9.35
Horfum á stuttmyndirnar ykkar. Vonandi verð ég kominn með allar spólurnar, en ef ekki, þá er mjög mikilvægt að þeir sem eru með spólurnar mæti.

Föstudagur 14.55-16.00
Valdís Óskarsdóttir kemur í heimsókn.
Það er algjört lykilatriði að allir séu búnir að sjá Sveitabrúðkaup fyrir þennan tíma. Þar að auki eiga allir að vera tilbúnir með a.m.k. 2-3 spurningar um myndina eða eitthvað annað tengt Valdísi.

Engin ummæli: