sunnudagur, 31. ágúst 2008
Nokkur atriði til þess að hafa í huga fyrir stuttmyndamaraþonið
1. Myndavélin er ekki vatnsheld og hljóðneminn virkar illa í roki. Hafið þetta í huga í undirbúningnum, því það væri vægast sagt óviturlegt að ætla að treyst á íslenskt veðurfar þegar maður hefur bara 24klst. til þess að taka upp.
2. Athugið hvort þið hafið fengið allar græjurnar um leið þið takið við myndavélinni, og athugið hvort allar græjurnar séu til staðar þegar þið látið næsta hóp fá myndavélina. Það verður listi í töskunni.
3. Athugið hleðsluna á rafhlöðunum um leið og þið fáið myndavélina, og setjið í hleðslu ef þörf krefur. Það er góð vinnuregla að vera alltaf með aðra rafhlöðuna í hleðslu.
4. Ef það koma svartar rendur á vídjóið á spólunni þá verðið þið að þrífa myndhausinn. Það er hreinsispóla í pokanum. Setjið hana í, stillið vélina á VCR og setjið á play í 5 sekúndur. Þetta getið þið gert nokkrum sinnum, en ALDREI hafa á play í meira en 5 sekúndur í einu.
5. Það eru tvær stillingar til þess að taka upp í widescreen, "Letterbox" og "Squeeze" (ýtið á Menu, Camera Setup og Aspect Conv.). Ef þið viljið taka upp í widescreen í þessu verkefni skulið þið nota "Letterbox". Í seinni verkefnum væri betra að nota "Squeeze".
6. Minni á "Rec check" takkann (fyrir ofan rec takkann). Hann getur verið þægilegur í þessu verkefni, en hann spilar seinustu 6 sekúndurnar á spólunni.
7. Það er mikilvægt að annað hvort myndatökumaður eða hljóðmaður séu með heyrnartól til þess að heyra hvernig hljóðið kemur út.
Ég er örugglega að gleyma einhverju...
2. Athugið hvort þið hafið fengið allar græjurnar um leið þið takið við myndavélinni, og athugið hvort allar græjurnar séu til staðar þegar þið látið næsta hóp fá myndavélina. Það verður listi í töskunni.
3. Athugið hleðsluna á rafhlöðunum um leið og þið fáið myndavélina, og setjið í hleðslu ef þörf krefur. Það er góð vinnuregla að vera alltaf með aðra rafhlöðuna í hleðslu.
4. Ef það koma svartar rendur á vídjóið á spólunni þá verðið þið að þrífa myndhausinn. Það er hreinsispóla í pokanum. Setjið hana í, stillið vélina á VCR og setjið á play í 5 sekúndur. Þetta getið þið gert nokkrum sinnum, en ALDREI hafa á play í meira en 5 sekúndur í einu.
5. Það eru tvær stillingar til þess að taka upp í widescreen, "Letterbox" og "Squeeze" (ýtið á Menu, Camera Setup og Aspect Conv.). Ef þið viljið taka upp í widescreen í þessu verkefni skulið þið nota "Letterbox". Í seinni verkefnum væri betra að nota "Squeeze".
6. Minni á "Rec check" takkann (fyrir ofan rec takkann). Hann getur verið þægilegur í þessu verkefni, en hann spilar seinustu 6 sekúndurnar á spólunni.
7. Það er mikilvægt að annað hvort myndatökumaður eða hljóðmaður séu með heyrnartól til þess að heyra hvernig hljóðið kemur út.
Ég er örugglega að gleyma einhverju...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli