Jenter
Mér finnst gæði svona myndar byggjast á tvennu, annars vegar að fólkið sem myndin fylgir sé áhugavert og sympatískt, og hins vegar að kvikmyndagerðarmönnum takist að búa til áhrifaríka sögu úr öllu efninu sem þeir taka upp. Þessi mynd uppfyllir hiklaust fyrra skilyrðið, en ég verð að játa að ég saknaði þess að bundinn væri almennilegur endahnútur á myndina. Engu að síður bráðskemmtileg mynd.
Á meðan
Sænsk heimildarmynd um elliheimili í El Salvador. Mjög góð mynd en jafnframt hræðilega niðurdrepandi. Fólkið á elliheimilinu er allt fólk sem getur ekki bjargað sér sjálft og á enga að. Aðbúnaður er vægast sagt slæmur, og maður fær sting í magann að sjá allt þetta fólk sem hefur gjörsamlega verið rænt sjálfsvirðingunni. Vissulega eru fyndin augnablik (kannski meira grátbrosleg), en á heildina séð er erfitt að horfa á þessa mynd.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli